„Gott að sjá að við erum enn þokkalegir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. mars 2024 21:36 Benedikt Guðmundsson var ánægður með margt í leik sinna manna. vísir / pawel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður að sjá hvernig hans lið mætti til leiks eftir þriggja vikna pásu í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann tíu stiga útisigur gegn Þór Þrolákshöfn í kvöld, 100-110. Njarðvíkingar leiddu nánast hverja einustu sekúndu í leiknum, en þrátt fyrir það var það erfið fæðing fyrir gestina að landa sigrinum. „Já, þetta var það alveg klárlega. Eins og þí segir þá leiddum við eiginlega allan leikinn, en um leið og við náðum í kringum tíu stiga forskoti þá komu þeir alltaf til baka,“ sagði Benedikt í leikslok. „Svona er karfan bara. Sérstaklega í svona leikjum þar sem er hátt stigaskor, þá er stutt á milli og það tekur ekki nema eina og hálfa mínútu hér í Þorlákshöfn fyrir þá að skora 10-11 stig. Tíu stiga munur hérna er eins og fimm stiga munur annarsstaðar.“ Náðu að svara áhlaupunum Benedikt var þó ánægður með það að sínir menn voru yfirleitt fljótir að svara og slökkva í áhlaupi Þórsara þegar heimamenn voru að banka á dyrnar. „Við náðum að svara þessum áhlaupum hjá þeim, alveg klárlega. Sérstaklega þegar við náum góðum stoppum og keyrum þetta aðeins upp. Þá náum við kannski ekki góðri forystu, en smá forystu aftur. Svo náum við að standa af okkur síðasta áhlaupið þegar þetta var komið í tíu stig og þeir ná að minnka niður í fimm eða eitthvað svoleiðis.“ Þurfa að klára vítin á lokasekúndunum „Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi á vítalínunni samt hérna í lokin. Ég held að það hafi verið sex eða sjö víti sem fara forgörðum. Við þurfum að geta klárað þessi víti,“ sagði Benedikt, en í heildina tóku Njarðvíkingar 36 víti í leiknum. „Ég hugsa svo sem að vítanýtingin í heildina hafi ekki verið neitt slæm, en við erum lið sem er að fara mikið á vítalínuna. Við erum með leikmenn sem eru sterkir í því að sækja á hringinn eins og Bretinn hjá mér, Dwayne [Lautier-Ogunleye], sem er einn sá allra öflugasti sem ég hef nokkurn tíma haft í að sækja á hringinn. Við erum að koma okkur á vítalínuna og auðvitað er maður alltaf kröfuharður og vill að þeir klári þetta allt saman.“ Öflugur Milka Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og reif til sín hvert frákastið á fætur öðru. Ásamt því að skora 22 stig tók hann hvorki meira né minna en 19 fráköst, þar af níu sóknarfráköst. „Ég var reyndar að skamma Milka eftir fyrsta leikhluta því ég held að hann hafi bara tekið eitt frákast þar. En eftir það var hann þeim helvíti erfiður, sérstaklega í sóknarfráköstunum. Hann hélt mörgum boltum lifandi fyrir okkur og það klárlega hjálpaði.“ „Sókarlega er ég mjög ánægður með þennan leik, en það vantaði svolítið upp á þetta varnarlega í dag.“ Benedikt segir það þó jákvætt að sjá hvernig hans lið mætti til leiks í kvöld eftir þriggja vikna landsleikjapásu. „Það er frábært að byrja aftur. Þetta var þriggja vikna hlé, en liðin eru öll bara á sama stað með það þannig það jafnast út. En við vorum bara nokkuð sprækir miðað við að vera ekki búnir að spila í þessar þrjár vikur. Maður veit aldrei hvar maður hefur liðið sitt eftir svona pásu sem ég held að hafi verið lengra heldur en jólafríið. En það var gott að sjá að við erum ennþá þokkalegir,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Njarðvíkingar leiddu nánast hverja einustu sekúndu í leiknum, en þrátt fyrir það var það erfið fæðing fyrir gestina að landa sigrinum. „Já, þetta var það alveg klárlega. Eins og þí segir þá leiddum við eiginlega allan leikinn, en um leið og við náðum í kringum tíu stiga forskoti þá komu þeir alltaf til baka,“ sagði Benedikt í leikslok. „Svona er karfan bara. Sérstaklega í svona leikjum þar sem er hátt stigaskor, þá er stutt á milli og það tekur ekki nema eina og hálfa mínútu hér í Þorlákshöfn fyrir þá að skora 10-11 stig. Tíu stiga munur hérna er eins og fimm stiga munur annarsstaðar.“ Náðu að svara áhlaupunum Benedikt var þó ánægður með það að sínir menn voru yfirleitt fljótir að svara og slökkva í áhlaupi Þórsara þegar heimamenn voru að banka á dyrnar. „Við náðum að svara þessum áhlaupum hjá þeim, alveg klárlega. Sérstaklega þegar við náum góðum stoppum og keyrum þetta aðeins upp. Þá náum við kannski ekki góðri forystu, en smá forystu aftur. Svo náum við að standa af okkur síðasta áhlaupið þegar þetta var komið í tíu stig og þeir ná að minnka niður í fimm eða eitthvað svoleiðis.“ Þurfa að klára vítin á lokasekúndunum „Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi á vítalínunni samt hérna í lokin. Ég held að það hafi verið sex eða sjö víti sem fara forgörðum. Við þurfum að geta klárað þessi víti,“ sagði Benedikt, en í heildina tóku Njarðvíkingar 36 víti í leiknum. „Ég hugsa svo sem að vítanýtingin í heildina hafi ekki verið neitt slæm, en við erum lið sem er að fara mikið á vítalínuna. Við erum með leikmenn sem eru sterkir í því að sækja á hringinn eins og Bretinn hjá mér, Dwayne [Lautier-Ogunleye], sem er einn sá allra öflugasti sem ég hef nokkurn tíma haft í að sækja á hringinn. Við erum að koma okkur á vítalínuna og auðvitað er maður alltaf kröfuharður og vill að þeir klári þetta allt saman.“ Öflugur Milka Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og reif til sín hvert frákastið á fætur öðru. Ásamt því að skora 22 stig tók hann hvorki meira né minna en 19 fráköst, þar af níu sóknarfráköst. „Ég var reyndar að skamma Milka eftir fyrsta leikhluta því ég held að hann hafi bara tekið eitt frákast þar. En eftir það var hann þeim helvíti erfiður, sérstaklega í sóknarfráköstunum. Hann hélt mörgum boltum lifandi fyrir okkur og það klárlega hjálpaði.“ „Sókarlega er ég mjög ánægður með þennan leik, en það vantaði svolítið upp á þetta varnarlega í dag.“ Benedikt segir það þó jákvætt að sjá hvernig hans lið mætti til leiks í kvöld eftir þriggja vikna landsleikjapásu. „Það er frábært að byrja aftur. Þetta var þriggja vikna hlé, en liðin eru öll bara á sama stað með það þannig það jafnast út. En við vorum bara nokkuð sprækir miðað við að vera ekki búnir að spila í þessar þrjár vikur. Maður veit aldrei hvar maður hefur liðið sitt eftir svona pásu sem ég held að hafi verið lengra heldur en jólafríið. En það var gott að sjá að við erum ennþá þokkalegir,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00