„Við eigum bara úrslitaleiki eftir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. mars 2024 21:32 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnari Guðjónssyni var létt eftir lífsnauðsynlegan sigur Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að úrslitakeppnissætið hefði nánast verið farið hefði Stjarnan tapað. „Annars hefði þetta verið búið. Það er nóg eftir enn og þeir eru með innbyrðis á okkur og ég held að Tindastóll hafi unnið. Þetta er gríðarlegur léttir því þetta hefði eiginlega verið farið ef við hefðum ekki unnið hér í kvöld,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann í dag. Stjörnumenn voru yfirleitt hænufeti á undan og Arnar var ekki ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleiknum þar sem gestirnir skoruðu 50 stig. Hann sagðist eingöngu hafa rætt varnarleik í hálfleikspásunni. „Þeir gerðu líka bara vel og skutu boltanum mjög vel. Þetta er hörkulið og erfitt við þá að eiga. Það verður erfitt verkefni að reyna að ná þeim fyrir úrslitakeppnina.“ Stjörnumenn eru nú jafnir Hetti að stigum í Subway-deildinni. Höttur á eftir fjóra leiki, Stjarnan þrjá og Austanmenn eru með yfirhöndina í innbyrðisleikjum félaganna. „Við eigum bara úrslitaleiki eftir. Við eigum Álftanes í næstu viku og svo bikarhelgi eftir það. Við vorum svo sem búnir að setja þessa leiki sem við höfum tapað sem úrslitaleiki en við þurfum bara að reyna að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það eina sem skiptir máli.“ Dagur Kár Jónsson og Arnþór Freyr Guðmundsson voru ekki með Stjörnunni í dag vegna meiðsla. Dagur Kár verður ekki meira með á tímabilinu og þá meiddist Júlíus Orri Ágústsson í leiknum í dag þegar hann lenti illa á öxlinni. „Ég held að Júlli sé allt í lagi. Hann er búinn að vera veikur alla vikuna og svo fékk hann þetta í ofanálag. Hann sagði við mig að hann gæti komið aftur inn á en ég ákvað að taka ekki sénsinn á því. Addú er bara í þessu heilahristingsdæmi og ég veit ekki meira um það. Ég held að Júlli verði fínn en ég veit ekki með Addú,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
„Annars hefði þetta verið búið. Það er nóg eftir enn og þeir eru með innbyrðis á okkur og ég held að Tindastóll hafi unnið. Þetta er gríðarlegur léttir því þetta hefði eiginlega verið farið ef við hefðum ekki unnið hér í kvöld,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann í dag. Stjörnumenn voru yfirleitt hænufeti á undan og Arnar var ekki ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleiknum þar sem gestirnir skoruðu 50 stig. Hann sagðist eingöngu hafa rætt varnarleik í hálfleikspásunni. „Þeir gerðu líka bara vel og skutu boltanum mjög vel. Þetta er hörkulið og erfitt við þá að eiga. Það verður erfitt verkefni að reyna að ná þeim fyrir úrslitakeppnina.“ Stjörnumenn eru nú jafnir Hetti að stigum í Subway-deildinni. Höttur á eftir fjóra leiki, Stjarnan þrjá og Austanmenn eru með yfirhöndina í innbyrðisleikjum félaganna. „Við eigum bara úrslitaleiki eftir. Við eigum Álftanes í næstu viku og svo bikarhelgi eftir það. Við vorum svo sem búnir að setja þessa leiki sem við höfum tapað sem úrslitaleiki en við þurfum bara að reyna að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það eina sem skiptir máli.“ Dagur Kár Jónsson og Arnþór Freyr Guðmundsson voru ekki með Stjörnunni í dag vegna meiðsla. Dagur Kár verður ekki meira með á tímabilinu og þá meiddist Júlíus Orri Ágústsson í leiknum í dag þegar hann lenti illa á öxlinni. „Ég held að Júlli sé allt í lagi. Hann er búinn að vera veikur alla vikuna og svo fékk hann þetta í ofanálag. Hann sagði við mig að hann gæti komið aftur inn á en ég ákvað að taka ekki sénsinn á því. Addú er bara í þessu heilahristingsdæmi og ég veit ekki meira um það. Ég held að Júlli verði fínn en ég veit ekki með Addú,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira