„Eins og að setja hurðina utan í bíl og keyra í burtu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 16:12 Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir fráleitt að ferðaþjónustan skuli fara svona illa með svæðið. Vísir/Samsett Aðsókn ferðamanna og innfæddra að Gróttu og Snoppu á Seltjarnarnesi hefur aukist gríðarlega síðustu ár og þá sérsaklega þegar búist er við Norðurljósum. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæinn vera að skoða gjaldtöku til að geta byggt upp innviði á svæðinu. Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“ Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“
Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira