AC Milan minnkaði þar með forskot nágrannanna í Internazionale í sextán stig en AC Milan menn eru með tveggja stiga forskot á Juventus í baráttunni um annað sætið.
Empoli er aftur á móti í mikilli fallhættu aðeins eini stigi frá fallsæti.
Eina mark leiksins koms á 40. mínútu. Pulisic mætti þá fyrirgjöf Noah Okafor frá vinstri og skoraði frá vítateigslínunni.
Þetta var ekki mjög líflegur leikur og annað 1-0 sigur AC Milan í röð. Liðið vann 1-0 sigur á Lazio um síðustu helgi. Þá skoraði Okafor sigurmarkið en hann lagði það upp í dag.
Þetta var tíunda mark bandaríska framherjans á tímabilinu þar af það áttunda í Seríu A.