Handbolti

Aue eygir enn von | Bjarki Már marka­hæstur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már Elísson átti góðan leik í kvöld.
Bjarki Már Elísson átti góðan leik í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue unnu gríðarlega mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Liðið er sem fyrr á botni deildarinnar en á nú raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Þá var Bjarki Már Elísson markahæstur þegar Veszprém vann 18. leikinn í röð í Ungverjalandi.

Aue tók á móti Essen í dag og vann góðan fimm marka sigur, loaktölur 26-21. Sveinbjörn Pétursson fór mikinn í marki Aue en hann varði 12 skot og var með 39 prósent markvörslu.

Eftir sigurinn er Aue með 10 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti og með leik til góða.

Í Ungverjalandi vann Veszprém sannfærandi sigur á Eger, lokatölur 39-29. Bjarki Már var markahæstur í sigurliðinu með sex mörk.

Bjarki Már og félagar eru bókstaflega óstöðvandi heima fyrir en liðið hefur unnið alla 18 leiki sína til þessa á leiktíðinni og trónir á toppnum með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×