„Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 09:00 Alexander Petersson varð bikarmeistari með Val um helgina og fær nú kærkomna hvíld, að minnsta kosti út þessa viku. Vísir/Dúi Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals. Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“ Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“
Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira