Lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð við Neuschwanstein-kastala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 19:03 Maðurinn lokkaði konurnar af alfaraleið við Neuschwanstein-kastala, nauðgaði annarri þeirra og kyrkti og kastaði hinni í gjótu. Getty/Karl-Josef Hildenbrand Bandarískur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt ferðakonu og reynt að drepa vinkonu hennar nærri Neuschwanstein-kastalanum í Þýskalandi. Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Morðið framdi hann í júní í fyrra og vakti málið heimsathygli. Málið vakti stérstaklega athygli í ljósi þess hversu margir ferðamenn voru staddir á svæðinu þegar maðurinn framdi árásina. Margir tóku ljósmyndir og einhverjir streymdi því í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar konurnar tvær, bandarískir túristar, voru fluttar á sjúkrahús með þyrlu. Maðurinn, sem er 31 árs gamall ferðamaður frá Michigan í Bandaríkjunum og er kallaður Troy B af þýskum dómstólum, er sagður hafa vingast við samlöndur sínar nærri Maríubrúnni. Brúin er afskaplega falleg og vinsæll staður fyrir ferðamenn til að stoppa og taka myndir af sér, með kastalann í bakgrunni. Troy er svo sagður hafa lokkað dömurnar úr alfaraleið með því vilyrði að hann þekkti betri stað, fallegri til myndatöku þar sem færri væru á ferð. Þar hafi hann, í skjóli klettanna sem umkringja kastalann, kyrkt og nauðgað 21 árs gamalli konunni og kastað 22 ára gamalli vinkonu hennar niður í 100 metra djúpa gjá þegar hún reyndi að koma hinni til bjargar. Sú síðarnefnda lifði af fyrir tilstilli trjágreinar, sem hún lenti á á leiðinni niður, en slasaðist alvarlega. Eftir að hafa nauðgað hinni 21 árs gömlu kastaði Troy henni ofan í gjánna. Hún lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Að mati réttarmeinalækna voru kyrkingarnar nóg til að bana konunni. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að maðurinn hafi, á meðan á átökunum stóð, gripið í símann sinn, sem var fullur af ofbeldisfullu klámi, til þess að taka sig upp kyrkja konuna með beltinu sínu. Maðurinn var handtekinn síðar þennan sama dag eftir umfangsmikla leit lögreglu. Niðurstaða dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi var sú að Troy hafi gerst sekur um morð af ásetningi (e. aggravated), sem þýðir að hann mun ekki fá reynslulausn eftir 15 ár í fangelsi eins og gerist sjálfkrafa fyrir manndráp. Troy neitaði ekki að hafa myrt konuna en mótmælti því að það hafi verið af ásetningi. Þýskaland Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50 Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Morðið framdi hann í júní í fyrra og vakti málið heimsathygli. Málið vakti stérstaklega athygli í ljósi þess hversu margir ferðamenn voru staddir á svæðinu þegar maðurinn framdi árásina. Margir tóku ljósmyndir og einhverjir streymdi því í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar konurnar tvær, bandarískir túristar, voru fluttar á sjúkrahús með þyrlu. Maðurinn, sem er 31 árs gamall ferðamaður frá Michigan í Bandaríkjunum og er kallaður Troy B af þýskum dómstólum, er sagður hafa vingast við samlöndur sínar nærri Maríubrúnni. Brúin er afskaplega falleg og vinsæll staður fyrir ferðamenn til að stoppa og taka myndir af sér, með kastalann í bakgrunni. Troy er svo sagður hafa lokkað dömurnar úr alfaraleið með því vilyrði að hann þekkti betri stað, fallegri til myndatöku þar sem færri væru á ferð. Þar hafi hann, í skjóli klettanna sem umkringja kastalann, kyrkt og nauðgað 21 árs gamalli konunni og kastað 22 ára gamalli vinkonu hennar niður í 100 metra djúpa gjá þegar hún reyndi að koma hinni til bjargar. Sú síðarnefnda lifði af fyrir tilstilli trjágreinar, sem hún lenti á á leiðinni niður, en slasaðist alvarlega. Eftir að hafa nauðgað hinni 21 árs gömlu kastaði Troy henni ofan í gjánna. Hún lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Að mati réttarmeinalækna voru kyrkingarnar nóg til að bana konunni. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að maðurinn hafi, á meðan á átökunum stóð, gripið í símann sinn, sem var fullur af ofbeldisfullu klámi, til þess að taka sig upp kyrkja konuna með beltinu sínu. Maðurinn var handtekinn síðar þennan sama dag eftir umfangsmikla leit lögreglu. Niðurstaða dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi var sú að Troy hafi gerst sekur um morð af ásetningi (e. aggravated), sem þýðir að hann mun ekki fá reynslulausn eftir 15 ár í fangelsi eins og gerist sjálfkrafa fyrir manndráp. Troy neitaði ekki að hafa myrt konuna en mótmælti því að það hafi verið af ásetningi.
Þýskaland Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50 Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25