„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2024 21:26 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var virkilega ósáttur eftir 39 stiga tap gegn Keflavík VÍSIR/BÁRA Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna. Höttur Subway-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira
Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var hálf orðlaus eftir 39 stiga tap. „Við vorum hörmulegir. Þetta var léleg frammistaða gegn góðu liði Keflavíkur,“ sagði Viðar aðspurður hvað útskýrði þessa niðurlægingu. Viðar sagði að varnaráherslur Hattar hafi ekki verið ástæðan fyrir þessu stóra tapi gegn Keflavík í kvöld. „Við mættum ekki til leiks þannig það skipti engu máli hvað við ætluðum að spila. Við lögðumst niður strax í byrjun.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist í viðtali að hann hafa fundið fyrir andleysi Hattar strax í upphitun en Viðar sagði að það hafi gerst í flugvélinni á leiðinni frá Egilsstöðum. „Við vorum ekki með í dag. Við vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar. Ætli þetta hafi ekki bara farið frá okkur í flugvélinni.“ Höttur var 23 stigum undir í hálfleik og gestunum tókst ekki að saxa niður forskot Keflavíkur í síðari hálfleik heldur náðu heimamenn að bæta í. Viðar sagði að stundum einfaldlega koma svona leikir. „Við ætluðum að reyna að kveikja á okkur en stundum koma svona dagar. Við þurftum að eiga algjöran toppleik gegn Keflavík en vorum langt frá því í dag. Ég er vonsvikinn og orðlaus yfir þessari frammistöðu.“ Þetta var þriðja tap Hattar í röð en þrátt fyrir það taldi Viðar möguleikana góða að ná sæti í úrslitakeppninni. „Ég met þá góða þar sem við eigum þrjá leiki eftir gegn liðunum sem eru í kringum okkur í deildinni. Við eigum Hauka, Tindastól og Álftanes eftir. Við eigum Hauka á fimmtudaginn og þurfum að fara að einbeita okkur að því.“ Aðspurður hvernig ferðalagið heim væri eftir 39 stiga tap sagði hann að það væri bara alveg eins og alltaf. „Það er bara eins og alltaf. Við fljúgum í fyrramálið á Egilsstaði. Svo mæta menn í vinnuna og við undirbúum okkur fyrir næsta leik. Þetta var bara einn leikur hvort sem hann tapaði með 1 stigi, 39 stigi eða 50 stigum. Það er ekki vandamálið en andleysið og hugarfarið er eitthvað sem við þurfum að nálgast öðruvísi og virkilega vakna.
Höttur Subway-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira