Heimaleikurinn með enn önnur verðlaunin í Glasgow Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 14:15 Kári Viðarsson og Smári Gunnarsson voru eðli málsins samkvæmt himinlifandi með gott gengi í Skotlandi. Eoin Carey Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Glasgow Film Festival í gærkvöldi. Um er að ræða aðalverðlaun hátíðarinnar. Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Glasgow Film Festival í gærkvöldi. Um er að ræða aðalverðlaun hátíðarinnar. Afrekið hefur vakið mikla athygli og er meðal annars greint frá því af BBC. Heimaleikurinn er heimildarmynd sem segir frá fljótfærnri tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Heimaleikurinn var tilnefnd til áhorfendaverðlauna í Glasgow ásamt sjö öðrum myndum á stjörnum prýddri hátíðinni. Myndin var eina heimildarmyndin í flokki tilnefndra en meðal þeirra kvikmynda sem einnig voru tilnefndar var nýjasta mynd Viggo Mortensen The Dead don't Hurt. Hæsta einkunn í sögu hátíðarinnar Leikstjórarnir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson gengu rauða dregilinn og sátu fyrir svörum eftir sýningarnar. Stjörnur myndarinnar úr liði Reynis á Hellissandi fylgdu myndinni einnig eftir, skoskum kvikmyndagestum til mikillar gleði. Heimaleikurinn var sýnd fyrir fullu húsi tvisvar í Glasgow og skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu að áhorfendur hefðu samanlagt gefið myndinni 4.8 af 5 í einkunn, hæstu einkunn sem þau hafa séð í tuttugu ára sögu hátíðarinnar sem er ein sú stærsta á Bretlandseyjum. Myndin hefur notið mikilla vinsælda á kvikmyndahátíðum víða en um er að ræða þriðju áhorfendaverðlaunin sem myndin hlýtur. Síðast hlaut hún verðlaun á stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda í september síðastliðnum. áður hafði hún unnið áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þá hefur hún unnið til dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu heimildarhátíðinni í Búdapest. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Glasgow Film Festival í gærkvöldi. Um er að ræða aðalverðlaun hátíðarinnar. Afrekið hefur vakið mikla athygli og er meðal annars greint frá því af BBC. Heimaleikurinn er heimildarmynd sem segir frá fljótfærnri tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Heimaleikurinn var tilnefnd til áhorfendaverðlauna í Glasgow ásamt sjö öðrum myndum á stjörnum prýddri hátíðinni. Myndin var eina heimildarmyndin í flokki tilnefndra en meðal þeirra kvikmynda sem einnig voru tilnefndar var nýjasta mynd Viggo Mortensen The Dead don't Hurt. Hæsta einkunn í sögu hátíðarinnar Leikstjórarnir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson gengu rauða dregilinn og sátu fyrir svörum eftir sýningarnar. Stjörnur myndarinnar úr liði Reynis á Hellissandi fylgdu myndinni einnig eftir, skoskum kvikmyndagestum til mikillar gleði. Heimaleikurinn var sýnd fyrir fullu húsi tvisvar í Glasgow og skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu að áhorfendur hefðu samanlagt gefið myndinni 4.8 af 5 í einkunn, hæstu einkunn sem þau hafa séð í tuttugu ára sögu hátíðarinnar sem er ein sú stærsta á Bretlandseyjum. Myndin hefur notið mikilla vinsælda á kvikmyndahátíðum víða en um er að ræða þriðju áhorfendaverðlaunin sem myndin hlýtur. Síðast hlaut hún verðlaun á stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda í september síðastliðnum. áður hafði hún unnið áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þá hefur hún unnið til dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu heimildarhátíðinni í Búdapest.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira