Sá besti í heimi tapaði ótrúlega óvænt: „Þetta er klikkað“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 16:30 Luca Nardi og Novak Djokovic mættust í dag en 122 sæti skilja þá að á heimslistanum. Getty/Matthew Stockman Serbinn Novak Djokovic, besti tennisspilari heims, tapaði með ótrúlega óvæntum hætti í þriðju umferð á Indian Wells mótinu í tennis í dag. „Þetta er klikkað,“ sagði hinn ítalski Luca Nardi en hann er aðeins tvítugur og í sæti 123 á heimslistanum. Það sem meira er þá hafði Nardi tapað í undankeppni mótsins, gegn Belganum David Goffin, en fengið sæti eftir að annar keppandi dró sig úr keppni. Nardi vann Djokovic 6-4, 3-6 og 6-3, en Serbinn hefur unnið 24 risamót á ferlinum og aldrei nokkurn tímann tapað gegn svo lágt skrifuðum keppanda, á móti af þessari stærðargráðu. Novak Djokovic WORST defeats in Masters 1000 and Grand Slam NARDI, ATP No.123 - Indian Wells 2024 Anderson, No.122 - Miami 2008 Istomin, No.117 - Australian Open 2017 Daniel, No.109 - Indian Wells 2018 Benneteau, No.88 - Indian Wells 2006pic.twitter.com/n6m4ZIBmJT— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 12, 2024 „Ég hef ekki hugmynd [um hvernig ég hélt ró minni]. Ég held að þetta sé kraftaverk, því ég er bara tvítugur strákur og var að vinna Novak,“ sagði Nardi. Lucky Loser Luca Nardi defeats World No. 1 Novak Djokovic pic.twitter.com/ExkQvrwfZK— US Open Tennis (@usopen) March 12, 2024 Djokovic, sem er 36 ára gamall, féll úr leik í undanúrslitum Opna ástralska mótsins, gegn Jannik Sinner, og hefur því ekki unnið mót á þessu ári. „Engir titlar í ár. Það er ekki eitthvað sem ég er vanur,“ sagði Djokovic. Nardi mætir Tommy Paul í sextán manna úrslitum á morgun en Bandaríkjamaðurinn sló út Frakkann Ugo Humbert, 6-4 og 6-4. Tennis Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
„Þetta er klikkað,“ sagði hinn ítalski Luca Nardi en hann er aðeins tvítugur og í sæti 123 á heimslistanum. Það sem meira er þá hafði Nardi tapað í undankeppni mótsins, gegn Belganum David Goffin, en fengið sæti eftir að annar keppandi dró sig úr keppni. Nardi vann Djokovic 6-4, 3-6 og 6-3, en Serbinn hefur unnið 24 risamót á ferlinum og aldrei nokkurn tímann tapað gegn svo lágt skrifuðum keppanda, á móti af þessari stærðargráðu. Novak Djokovic WORST defeats in Masters 1000 and Grand Slam NARDI, ATP No.123 - Indian Wells 2024 Anderson, No.122 - Miami 2008 Istomin, No.117 - Australian Open 2017 Daniel, No.109 - Indian Wells 2018 Benneteau, No.88 - Indian Wells 2006pic.twitter.com/n6m4ZIBmJT— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 12, 2024 „Ég hef ekki hugmynd [um hvernig ég hélt ró minni]. Ég held að þetta sé kraftaverk, því ég er bara tvítugur strákur og var að vinna Novak,“ sagði Nardi. Lucky Loser Luca Nardi defeats World No. 1 Novak Djokovic pic.twitter.com/ExkQvrwfZK— US Open Tennis (@usopen) March 12, 2024 Djokovic, sem er 36 ára gamall, féll úr leik í undanúrslitum Opna ástralska mótsins, gegn Jannik Sinner, og hefur því ekki unnið mót á þessu ári. „Engir titlar í ár. Það er ekki eitthvað sem ég er vanur,“ sagði Djokovic. Nardi mætir Tommy Paul í sextán manna úrslitum á morgun en Bandaríkjamaðurinn sló út Frakkann Ugo Humbert, 6-4 og 6-4.
Tennis Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira