Tölvurnar taka yfir dráttinn Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 08:00 Tyrkinn Hamit Altintop er á meðal þeirra fyrrverandi fótboltamanna sem hjálpað hefur til við að draga í Meistaradeild Evrópu. Getty/Krisitan Skeie UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun frá og með næstu leiktíð hætta að fá gamlar fótboltahetjur í flottum fötum til að draga um hvaða lið mætast í Meistaradeild Evrópu. Tölvurnar taka nú við. Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira