Tölvurnar taka yfir dráttinn Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 08:00 Tyrkinn Hamit Altintop er á meðal þeirra fyrrverandi fótboltamanna sem hjálpað hefur til við að draga í Meistaradeild Evrópu. Getty/Krisitan Skeie UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun frá og með næstu leiktíð hætta að fá gamlar fótboltahetjur í flottum fötum til að draga um hvaða lið mætast í Meistaradeild Evrópu. Tölvurnar taka nú við. Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Sjá meira
Flestir kannast eflaust við útsendingar frá Meistaradeildardrætti, eins og þeim sem verður í hádeginu á föstudaginn. Þar mun fólk af holdi og blóði draga kúlur úr skálum til að skera úr um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Þetta breytist hins vegar á næstu leiktíð, samfara miklum breytingum á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Vegna breytinganna gæti það tekið fjórar klukkustundir að draga kúlur úr skálum uppi á sviði, eins og venja er. Meistaradeildin mun nefnilega stækka í 36 liða keppni á næstu leiktíð, og öll liðin verða í sömu deild, í stað þess að 32 lið spili í átta riðlum eins og í vetur. Hefðu þurft hátt í þúsund kúlur Hvert lið mun svo spila gegn átta andstæðingum, alls fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og yrði tímafrekt að draga um þetta fyrir öll liðin. Liðunum verður skipt í fjóra níu liða styrkleikaflokka, eftir styrkleikalista UEFA sem tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og mun hvert lið spila við tvo mótherja úr hverjum flokki. UEFA segir að ef nota ætti gömlu aðferðina við dráttinn þyrfti allt að 900 kúlur í afar tímafreka athöfn, og þess vegna verði notast við tölvu. Að vísu stendur til að draga um það í hvaða röð liðin fá að vita leikjadagskrána sína, en tölva mun svo sýna hvernig hún lítur út.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Sjá meira