Taka Bændasamtökin þátt í baráttunni fyrir stöðugleika? Ólafur Stephensen skrifar 13. mars 2024 09:00 Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Landbúnaður Verðlag Skattar og tollar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun