Fjármálakerfið standi traustum fótum Árni Sæberg skrifar 13. mars 2024 08:39 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Vísir/Vilhelm Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Verðbólga hefur minnkað og aðlögun hefur átt sér stað í heildareftirspurn. Raunvextir hafa hækkað og dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn heimila og fyrirtækja. Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun. Hún verður kynnt á blaðamannafundi klukkan 09:30, þar sem nefndin situr fyrir svörum. Í yfirlýsingunni segir að skuldahlutföll hafi almennt lækkað og séu nú lægri en þau hafa verið um árabil. Eiginfjárstaða heimila hafi batnað samhliða hækkun húsnæðisverðs og lækkun skulda að raunvirði. Á sama tíma hafi greiðslubyrði lánþega þyngst en vanskil séu þó enn lítil. Hækkun raunvaxta hafi þrengt að rekstrarumhverfi fyrirtækja og útlit sé fyrir að áhrifa þeirra gæti áfram á næstu misserum. Á móti vegi að eiginfjárstaða fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk, sem veiti viðnámsþrótt. Eldhræringar hafa áhrif á íbúðamarkað Horfur séu á að fólksfjölgun og afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesi ýti undir umsvif á íbúðamarkaði þrátt fyrir núverandi vaxtastig og takmarkanir lánþegaskilyrða. Verð á húsnæði sé enn hátt í langtímasamhengi og mikilvægt sé að lántakendur stilli áhættutöku við íbúðakaup í hóf. Þyngri greiðslubyrði lána samhliða hægari efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum með neikvæðum áhrifum á fjármálastöðugleika. Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hafi fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósent. Ítreka stuðning við greiðslumiðlunarkerfið umdeilda Fjármálastöðugleikanefnd ítreki stuðning sinn við framgang frumvarps um aukið rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem er til meðferðar á Alþingi. Mikilvægt sé að huga heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, með óháðri innlendri greiðslumiðlun, því að auka samkeppni, styrkja net- og rekstraröryggi og treysta rekstrarsamfellu. Nefndin muni áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Verðlag Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun. Hún verður kynnt á blaðamannafundi klukkan 09:30, þar sem nefndin situr fyrir svörum. Í yfirlýsingunni segir að skuldahlutföll hafi almennt lækkað og séu nú lægri en þau hafa verið um árabil. Eiginfjárstaða heimila hafi batnað samhliða hækkun húsnæðisverðs og lækkun skulda að raunvirði. Á sama tíma hafi greiðslubyrði lánþega þyngst en vanskil séu þó enn lítil. Hækkun raunvaxta hafi þrengt að rekstrarumhverfi fyrirtækja og útlit sé fyrir að áhrifa þeirra gæti áfram á næstu misserum. Á móti vegi að eiginfjárstaða fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk, sem veiti viðnámsþrótt. Eldhræringar hafa áhrif á íbúðamarkað Horfur séu á að fólksfjölgun og afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesi ýti undir umsvif á íbúðamarkaði þrátt fyrir núverandi vaxtastig og takmarkanir lánþegaskilyrða. Verð á húsnæði sé enn hátt í langtímasamhengi og mikilvægt sé að lántakendur stilli áhættutöku við íbúðakaup í hóf. Þyngri greiðslubyrði lána samhliða hægari efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum með neikvæðum áhrifum á fjármálastöðugleika. Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hafi fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósent. Ítreka stuðning við greiðslumiðlunarkerfið umdeilda Fjármálastöðugleikanefnd ítreki stuðning sinn við framgang frumvarps um aukið rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem er til meðferðar á Alþingi. Mikilvægt sé að huga heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, með óháðri innlendri greiðslumiðlun, því að auka samkeppni, styrkja net- og rekstraröryggi og treysta rekstrarsamfellu. Nefndin muni áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Verðlag Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira