Guðný orðin leikmaður Kristianstad Aron Guðmundsson skrifar 13. mars 2024 13:10 Guðný í leik með íslenska landsliðinu Getty/Gerrit van Cologne Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Guðný Árnadóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og gengur hún til liðs við félagið frá ítalska liðinu AC Milan. Þetta staðfestir Kristianstad í fréttatilkynningu á miðlum sínum. Guðný hefur verið á mála hjá AC Milan síðan árið 2020 og hefur frá þeim tíma einnig farið á láni til Napólí. Þar áður hafði hún verið á mála hjá FH og Val hér á landi. Hjá Kristianstad hittir Guðný fyrir íslensku leikmennina Hlín Eiríksdóttur og Kötlu Tryggvadóttur. „Við erum ánægð með að hafa náð samningum við Guðnýju,“ segir Lovisa Ström hjá Kristianstad. Guðný komi ekki alveg blaut á bakvið eyrun til félagsins þar sem að hún fór á reynslu hjá Kristianstad árið 2016. „Það auðveldar þessi skipti bæði fyrir hana sem og okkur hér hjá Kristianstad. Við erum að fá góðan varnarmann sem getur leyst fyrir okkur nokkrar stöður á vellinum. Hún eykur gæðin sem búa í okkar liði sem og eykur breiddina.“ Sjálf segir Guðný, sem á að baki 26 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, að þessi skipti yfir til Kristianstad séu þess valdandi að geta hjálpað henni að þróast sem leikmaður. „Ég heillast af spilamennsku liðsins og er spennt fyrir því að verða hluti af félaginu.“ View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Guðný hefur verið á mála hjá AC Milan síðan árið 2020 og hefur frá þeim tíma einnig farið á láni til Napólí. Þar áður hafði hún verið á mála hjá FH og Val hér á landi. Hjá Kristianstad hittir Guðný fyrir íslensku leikmennina Hlín Eiríksdóttur og Kötlu Tryggvadóttur. „Við erum ánægð með að hafa náð samningum við Guðnýju,“ segir Lovisa Ström hjá Kristianstad. Guðný komi ekki alveg blaut á bakvið eyrun til félagsins þar sem að hún fór á reynslu hjá Kristianstad árið 2016. „Það auðveldar þessi skipti bæði fyrir hana sem og okkur hér hjá Kristianstad. Við erum að fá góðan varnarmann sem getur leyst fyrir okkur nokkrar stöður á vellinum. Hún eykur gæðin sem búa í okkar liði sem og eykur breiddina.“ Sjálf segir Guðný, sem á að baki 26 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, að þessi skipti yfir til Kristianstad séu þess valdandi að geta hjálpað henni að þróast sem leikmaður. „Ég heillast af spilamennsku liðsins og er spennt fyrir því að verða hluti af félaginu.“ View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira