Bræðurnir spila sinn fyrsta landsleik: „Gott að geta rifist aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 08:00 Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson á fyrstu landsliðsæfingunni í Grikklandi í vikunni. Instagram/@hsi_iceland Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum. Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur. Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur.
Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira