Sjóðandi hiti og minnir á húsið sem fauk í Hveragerði: „Það er skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 13:01 Íslenska landsliðið æfir í eins konar loftbóluhúsi í Aþenu, fyrir leikina við heimamenn. Instagram/@hsi_iceland Húsnæðið sem strákarnir okkar æfa í þessa dagana, fyrir komandi leiki handboltalandsliðsins við Grikkland í Aþenu, þykir minna á „loftbóluhúsið“ svokallaða sem nýtt var til knattspyrnuiðkunar í Hveragerði. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira