Keppni tafðist eftir að býflugur gerðu atlögu að Alcaraz Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 07:30 Ef vel er að gáð má sjá nokkrar býflugur valda usla. Clive Brunskill/Getty Images Heldur óvænt atvik átti sér stað í viðureign Carlos Alcaraz og Alexander Zverez í Indan Wells-mótinu í tennis sem fram fer í Kaliforníu. Býflugur töfðu keppni um tæplega tvær klukkustundir og var Alcaraz stunginn í ennið. Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner. Tennis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Dómari leiksins, Mohamed Lahyani, neyddist til að tefja leik þeirra Alcaraz og Zverez í áttaa manna úrslitum Indan Wells þegar býflugur trufluðu keppendur. Eftir að hlé hafði verið gert í klukkustund og 40 mínútur sneru keppendurnir til baka í leik sem Alcaraz vann sannfærandi, 6-3 og 6-1. You cannot BEE serious, man @BNPPARIBASOPEN | #TennisParadise pic.twitter.com/bcahPY3ROg— ATP Tour (@atptour) March 14, 2024 „Án efa undarlegasti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli. Ég sá býflugur og hélt þær væru nokkrar, horfði svo upp og sá þúsundir í loftinu. Þær voru út um allt. Þetta var bilað, ég reyndi að halda mig frá þeim en það var ekki hægt,“ sagði Alcaraz eftir leik. „Ég er frekar hræddur við býflugur. Ég þurfti að komast í öruggt skjól og var hlaupandi út um allt,“ bætti sigurvegari Wimbledon við. Myndavélin sem um er ræðir.Matthew Stockman/Getty Images Samkvæmt frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið virtust býflugurnar einkar hrifnar af köngulóar-myndavélinni (e. Spidercam). Um er að ræða myndavél sem er fyrir ofan keppendur og getur færst í allar áttir sem og nær vellinum ef þarf. Eftir að býflugna sérfræðingur hafði fjarlægt flest allar býflugurnar gat leikur haldið áfram. Nokkrar voru þó enn að trufla Alcaraz svo sérfræðingurinn sneri til baka við dynjandi lófaklapp og spreyjaði efni sem ætti að vera fráhrindandi fyrir býflugur á stigatöfluna. It s time to BEE the main character Welcome, legend, icon, Lance Davis @BNPPARIBASOPEN | #IndianWells pic.twitter.com/sSyRC9Q0Qh— ATP Tour (@atptour) March 15, 2024 Alcaraz mætir Jannik Sinner í undanúrslitum Indan Wells en sá síðarnefndi vann Opna ástralska fyrr á þessu ári. Að sama skapi hefur Sinner ekki tapað í 19 leikjum í röð. Hver veit nema býflugurnar hafi gefið Alcaraz kraft til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Sinner.
Tennis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira