Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 10:42 Þrátt fyrir að hafa misst af Gylfa fagnar Arnar komu hans og óskar honum góðs gengis, nema gegn Víkingi. Samsett/Vísir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. „Þetta er bara mjög jákvætt, geggjað fyrir deildina og frábært að fá hann í Bestu deildina. Þetta stækkar prófílinn, mér finnst hún hafa vera að stækka á hverju ári. Þetta stefnir bara í epic tímabil,“ sagði Arnar þegar Vísir sló á þráðinn en hann var þá nýbúinn að ljúka golfhring á Spáni þar sem Víkingar eru að klára æfingaferð. Orðrómar hafa verið á flakki þess efnis að bæði Víkingur og KR hafi reynt að fá Gylfa í sínar raðir og Arnar staðfestir að hann hafi viljað fá Gylfa til liðs við Íslands- og bikarmeistarana. „Já, að sjálfsögðu. Auðvitað reyndum við að fá hann. Þegar svona prófílar eru á lausu verður klúbbur eins og Víkingur að reyna. Við auðvitað reynum við marga leikmenn, sumir velja okkur og sumir ekki. En gott að fá hann í deildina og vegni honum vel, nema á móti okkur,“ segir Arnar. Arnar kveðst þá spenntur fyrir tímabilinu og segir ljóst að samkeppnin verði meiri í ár en í fyrra. „Það eru sum lið búin að styrkja sig alveg óhemju mikið og önnur lið eru búin að missa sterka leikmenn en líka fengið góða inn. Það er erfitt að meta þetta. Ég segi bara að deildin sé að verða sterkari en í fyrra og hún var nógu góð í fyrra,“ „Lið eru að styrkja sig í öllum þáttum. Ekki bara varðandi leikmenn heldur umgjörð. FH eru að gera góða hluti, og KR-ingarnir sem og Blikarnir. Við erum bara að reyna að bæta það sem við gerðum vel í fyrra og stefna lengra,“ Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl þegar Stjarnan heimsækir Víkina. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjötti fyrrum Íþróttamaður ársins sem kemur í Val Valsmenn búa ekki bara til Íþróttamenn ársins því þeir fá þá einnig til að ganga til liðs við félagið. 15. mars 2024 07:01 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16 „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
„Þetta er bara mjög jákvætt, geggjað fyrir deildina og frábært að fá hann í Bestu deildina. Þetta stækkar prófílinn, mér finnst hún hafa vera að stækka á hverju ári. Þetta stefnir bara í epic tímabil,“ sagði Arnar þegar Vísir sló á þráðinn en hann var þá nýbúinn að ljúka golfhring á Spáni þar sem Víkingar eru að klára æfingaferð. Orðrómar hafa verið á flakki þess efnis að bæði Víkingur og KR hafi reynt að fá Gylfa í sínar raðir og Arnar staðfestir að hann hafi viljað fá Gylfa til liðs við Íslands- og bikarmeistarana. „Já, að sjálfsögðu. Auðvitað reyndum við að fá hann. Þegar svona prófílar eru á lausu verður klúbbur eins og Víkingur að reyna. Við auðvitað reynum við marga leikmenn, sumir velja okkur og sumir ekki. En gott að fá hann í deildina og vegni honum vel, nema á móti okkur,“ segir Arnar. Arnar kveðst þá spenntur fyrir tímabilinu og segir ljóst að samkeppnin verði meiri í ár en í fyrra. „Það eru sum lið búin að styrkja sig alveg óhemju mikið og önnur lið eru búin að missa sterka leikmenn en líka fengið góða inn. Það er erfitt að meta þetta. Ég segi bara að deildin sé að verða sterkari en í fyrra og hún var nógu góð í fyrra,“ „Lið eru að styrkja sig í öllum þáttum. Ekki bara varðandi leikmenn heldur umgjörð. FH eru að gera góða hluti, og KR-ingarnir sem og Blikarnir. Við erum bara að reyna að bæta það sem við gerðum vel í fyrra og stefna lengra,“ Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl þegar Stjarnan heimsækir Víkina. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjötti fyrrum Íþróttamaður ársins sem kemur í Val Valsmenn búa ekki bara til Íþróttamenn ársins því þeir fá þá einnig til að ganga til liðs við félagið. 15. mars 2024 07:01 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16 „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Sjötti fyrrum Íþróttamaður ársins sem kemur í Val Valsmenn búa ekki bara til Íþróttamenn ársins því þeir fá þá einnig til að ganga til liðs við félagið. 15. mars 2024 07:01
„Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34
Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16
„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti