Ráðherra sem fer þvert á vilja Alþingis Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson skrifa 18. mars 2024 07:01 Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Tómas A. Tómasson Inga Sæland Eyjólfur Ármannsson Jakob Frímann Magnússon Ásthildur Lóa Þórsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun