Grætti boltastrák þegar Coventry skoraði sigurmarkið Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 07:01 Mark Robins knattspyrnustjóri Coventry ásamt markmannsþjálfaranum Aled Williams. Vísir/Getty Coventry vann magnaðan sigur á Wolves í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Knattspyrnustjóri liðsins fékk þó gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Leikur Coventry og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær hafði allt það sem frábær bikarleikur á að hafa. Úlfarnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Coventry, sem leikur í næst efstu deild, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og stal sigrinum. Eftir leikinn fékk knattspyrnustjóri Coventry Mark Robins á sig gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Þegar hann fagnaði sigurmarki liðsins sneri hann sér í átt að boltastrák við hliðarlínuna og öskraði af gleði. Hann faðmaði síðan samstarfsmann sinn áður en hann sneri sér aftur að boltastráknum og kreppti hnefann. Eftir atvikið kom starfsmaður Wolves að Robins og ræddi málið við Robins. „Það var mikilvægt fyrir mig að ræða við hann. Hann baðst afsökunar en að fagna í andlitið á ungum dreng eins og hann gerði, mér finnst það ógeðslegt. Strákurinn er mjög leiður og þetta á ekki að gerast. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Robins baðst eins og áður segir afsökunar eftir leik en var þó ekki lengi að segja blaðamönnum frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að boltastrákurinn væri viljandi að eyða tíma. „Áður en þetta gerðist var boltastrákur með bolta í höndunum og lét hann detta í jörðina og gekk í burtu. Með bros á vörum. Það pirraði mig virkilega. En hann er barn og ég biðst skilyrðislaust afsökunar.“ Síðan Robins tók við starfi knattspyrnustjóra árið 2017 hefur Coventry gengið vel og komist tvisvar upp um deild og er nú í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn síðan árið 1987. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robins kemst í fréttirnar því hann skammaði leikmenn sína fyrir að hafa farið í leikinn „Steinn, skæri, blað“ þegar skera átti úr um hver ætti að taka vítaspyrnu í leik liðsins í febrúar. Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Leikur Coventry og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær hafði allt það sem frábær bikarleikur á að hafa. Úlfarnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Coventry, sem leikur í næst efstu deild, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og stal sigrinum. Eftir leikinn fékk knattspyrnustjóri Coventry Mark Robins á sig gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Þegar hann fagnaði sigurmarki liðsins sneri hann sér í átt að boltastrák við hliðarlínuna og öskraði af gleði. Hann faðmaði síðan samstarfsmann sinn áður en hann sneri sér aftur að boltastráknum og kreppti hnefann. Eftir atvikið kom starfsmaður Wolves að Robins og ræddi málið við Robins. „Það var mikilvægt fyrir mig að ræða við hann. Hann baðst afsökunar en að fagna í andlitið á ungum dreng eins og hann gerði, mér finnst það ógeðslegt. Strákurinn er mjög leiður og þetta á ekki að gerast. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Robins baðst eins og áður segir afsökunar eftir leik en var þó ekki lengi að segja blaðamönnum frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að boltastrákurinn væri viljandi að eyða tíma. „Áður en þetta gerðist var boltastrákur með bolta í höndunum og lét hann detta í jörðina og gekk í burtu. Með bros á vörum. Það pirraði mig virkilega. En hann er barn og ég biðst skilyrðislaust afsökunar.“ Síðan Robins tók við starfi knattspyrnustjóra árið 2017 hefur Coventry gengið vel og komist tvisvar upp um deild og er nú í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn síðan árið 1987. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robins kemst í fréttirnar því hann skammaði leikmenn sína fyrir að hafa farið í leikinn „Steinn, skæri, blað“ þegar skera átti úr um hver ætti að taka vítaspyrnu í leik liðsins í febrúar.
Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira