Grætti boltastrák þegar Coventry skoraði sigurmarkið Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 07:01 Mark Robins knattspyrnustjóri Coventry ásamt markmannsþjálfaranum Aled Williams. Vísir/Getty Coventry vann magnaðan sigur á Wolves í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Knattspyrnustjóri liðsins fékk þó gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Leikur Coventry og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær hafði allt það sem frábær bikarleikur á að hafa. Úlfarnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Coventry, sem leikur í næst efstu deild, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og stal sigrinum. Eftir leikinn fékk knattspyrnustjóri Coventry Mark Robins á sig gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Þegar hann fagnaði sigurmarki liðsins sneri hann sér í átt að boltastrák við hliðarlínuna og öskraði af gleði. Hann faðmaði síðan samstarfsmann sinn áður en hann sneri sér aftur að boltastráknum og kreppti hnefann. Eftir atvikið kom starfsmaður Wolves að Robins og ræddi málið við Robins. „Það var mikilvægt fyrir mig að ræða við hann. Hann baðst afsökunar en að fagna í andlitið á ungum dreng eins og hann gerði, mér finnst það ógeðslegt. Strákurinn er mjög leiður og þetta á ekki að gerast. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Robins baðst eins og áður segir afsökunar eftir leik en var þó ekki lengi að segja blaðamönnum frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að boltastrákurinn væri viljandi að eyða tíma. „Áður en þetta gerðist var boltastrákur með bolta í höndunum og lét hann detta í jörðina og gekk í burtu. Með bros á vörum. Það pirraði mig virkilega. En hann er barn og ég biðst skilyrðislaust afsökunar.“ Síðan Robins tók við starfi knattspyrnustjóra árið 2017 hefur Coventry gengið vel og komist tvisvar upp um deild og er nú í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn síðan árið 1987. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robins kemst í fréttirnar því hann skammaði leikmenn sína fyrir að hafa farið í leikinn „Steinn, skæri, blað“ þegar skera átti úr um hver ætti að taka vítaspyrnu í leik liðsins í febrúar. Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Leikur Coventry og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær hafði allt það sem frábær bikarleikur á að hafa. Úlfarnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Coventry, sem leikur í næst efstu deild, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og stal sigrinum. Eftir leikinn fékk knattspyrnustjóri Coventry Mark Robins á sig gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Þegar hann fagnaði sigurmarki liðsins sneri hann sér í átt að boltastrák við hliðarlínuna og öskraði af gleði. Hann faðmaði síðan samstarfsmann sinn áður en hann sneri sér aftur að boltastráknum og kreppti hnefann. Eftir atvikið kom starfsmaður Wolves að Robins og ræddi málið við Robins. „Það var mikilvægt fyrir mig að ræða við hann. Hann baðst afsökunar en að fagna í andlitið á ungum dreng eins og hann gerði, mér finnst það ógeðslegt. Strákurinn er mjög leiður og þetta á ekki að gerast. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Robins baðst eins og áður segir afsökunar eftir leik en var þó ekki lengi að segja blaðamönnum frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að boltastrákurinn væri viljandi að eyða tíma. „Áður en þetta gerðist var boltastrákur með bolta í höndunum og lét hann detta í jörðina og gekk í burtu. Með bros á vörum. Það pirraði mig virkilega. En hann er barn og ég biðst skilyrðislaust afsökunar.“ Síðan Robins tók við starfi knattspyrnustjóra árið 2017 hefur Coventry gengið vel og komist tvisvar upp um deild og er nú í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn síðan árið 1987. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robins kemst í fréttirnar því hann skammaði leikmenn sína fyrir að hafa farið í leikinn „Steinn, skæri, blað“ þegar skera átti úr um hver ætti að taka vítaspyrnu í leik liðsins í febrúar.
Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira