Frá þessu greinir Fótbolti.net. Þar segir að nokkur félög hér á landi hafi verið á eftir henni en Andrea Rán hafi valið FH.
Þessi öflugi miðjumaður hefur ekki spilað hér á landi síðan 2021 þegar hún spilaði með Breiðabliki, uppeldisfélagi sínu. Þaðan lá leiðin til Houston Dash í Bandaríkjunum. Þar fékk hún ekki að spila nægilega mikið og færði sig yfir landamærin til Mexíkó, fyrst með Club América og síðar Mazatlan. Bæði leika í efstu deild Mexíkó.
Hin 28 ára gamla Andrea Rán hefur einnig spilað með Le Havre í Frakklandi. Hún á að baki 12 A-landsleiki og hefur skorað í þeim tvö mörk.
FH hefur leik í Bestu deild kvenna gegn Tindastól á Sauðárkróki þann 21. apríl næstkomandi.