KEA eignast Ferro Zink hf. að fullu Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2024 08:23 Jón Dan og Halldór Jóhannsson. KEA KEA hefur keypt 30 prósenta hlut í Ferro Zink hf. af Jóni Dan Jóhannssyni og á eftir viðskiptin allt hlutafé í félaginu, sem er með starfsemi á Akureyri og í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að KEA hafi fyrst eignast hlut í félaginu árið 2006 og hafi frá þeim tíma bætt við eignarhlut sinn. Þá segir að Jón Dan hafi fylgt félaginu í yfir hálfa öld, fyrst sem starfsmaður, síðar framkvæmdastjóri og eigandi og svo í seinni tíð sem móteigandi KEA í félaginu og stjórnarmaður. Starfsemi Ferro Zink hf. er á sviði stálsölu, smiðju, málmhúðunar og verslunarrekstrar og var velta síðasta árs tæpir þrír milljarðar króna og starfsfólk um sextíu talsins, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að fjölbreytt verkefni og viðfangsefni liggi fyrir hjá félaginu og margt áhugavert sé að gerast í umhverfi þess á næstu misserum. „Það þarf að taka stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarskipulag félagsins. Þessi fjárfesting er hluti af þeim áherslum sem við vinnum að núna sem felast í því að fækka verkefnum en um leið að stækka í þeim fjárfestingum sem KEA kemur að“ segir Halldór. Þá er haft eftir Jóni Dan Jóhannssyni að nú sé komið að tímamótum hvað aðkomu hans að félaginu verði en hún spannar yfir 61 ár. „Þetta fyrirtæki var stofnað af föður og föðurbróður mínum og hóf það starfsemi árið 1960. Ég varð framkvæmdastjóri þess og einn eigenda árið 1989. Ég kveð félagið með söknuði og óska því, starfsfólki þess og eiganda alls hins besta“. Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að KEA hafi fyrst eignast hlut í félaginu árið 2006 og hafi frá þeim tíma bætt við eignarhlut sinn. Þá segir að Jón Dan hafi fylgt félaginu í yfir hálfa öld, fyrst sem starfsmaður, síðar framkvæmdastjóri og eigandi og svo í seinni tíð sem móteigandi KEA í félaginu og stjórnarmaður. Starfsemi Ferro Zink hf. er á sviði stálsölu, smiðju, málmhúðunar og verslunarrekstrar og var velta síðasta árs tæpir þrír milljarðar króna og starfsfólk um sextíu talsins, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, að fjölbreytt verkefni og viðfangsefni liggi fyrir hjá félaginu og margt áhugavert sé að gerast í umhverfi þess á næstu misserum. „Það þarf að taka stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarskipulag félagsins. Þessi fjárfesting er hluti af þeim áherslum sem við vinnum að núna sem felast í því að fækka verkefnum en um leið að stækka í þeim fjárfestingum sem KEA kemur að“ segir Halldór. Þá er haft eftir Jóni Dan Jóhannssyni að nú sé komið að tímamótum hvað aðkomu hans að félaginu verði en hún spannar yfir 61 ár. „Þetta fyrirtæki var stofnað af föður og föðurbróður mínum og hóf það starfsemi árið 1960. Ég varð framkvæmdastjóri þess og einn eigenda árið 1989. Ég kveð félagið með söknuði og óska því, starfsfólki þess og eiganda alls hins besta“.
Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sjá meira