Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 19. mars 2024 15:01 Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. Það þarf að varpa ljósi á hlutverk blaðamanna í samfélaginu og veita innsýn í störf þeirra og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis. En hvað gera blaðamenn? Jú, blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna sannleiksgildi þess sem sagt er. Þá veita þeir aðhald og greina rétt frá röngu. Blaðamenn greina frá staðreyndum og sannreyna upplýsingar og stemma þannig stigu við þeirri upplýsingaóreiðu sem á sér stað í samfélaginu. Blaðamenn segja frá því sem skiptir okkur sem samfélag máli og án íslenskra blaðamanna væri enginn á vaktinni til að láta vita af því sem gerist hér á landi. Blaðamenn segja frá eldgosum eða kaup og sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins. Blaðamenn segja okkur frá menningu okkar og sigrum. Blaðamenn tala við alls konar fólk til að upplýsa þig og mig um í hvernig samfélagi við búum. Blaðamenn leyfa mörgum röddum að heyrast. Án íslenskrar blaðamennsku væri næstum óhugsandi að búa í íslensku samfélagi. Við þurfum á öflugri og faglegri blaðamennsku að halda. Við þurfum að þekkja hana og hefja hana til lofts. Blaðamennska er mikilvæg. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. Það þarf að varpa ljósi á hlutverk blaðamanna í samfélaginu og veita innsýn í störf þeirra og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis. En hvað gera blaðamenn? Jú, blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna sannleiksgildi þess sem sagt er. Þá veita þeir aðhald og greina rétt frá röngu. Blaðamenn greina frá staðreyndum og sannreyna upplýsingar og stemma þannig stigu við þeirri upplýsingaóreiðu sem á sér stað í samfélaginu. Blaðamenn segja frá því sem skiptir okkur sem samfélag máli og án íslenskra blaðamanna væri enginn á vaktinni til að láta vita af því sem gerist hér á landi. Blaðamenn segja frá eldgosum eða kaup og sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins. Blaðamenn segja okkur frá menningu okkar og sigrum. Blaðamenn tala við alls konar fólk til að upplýsa þig og mig um í hvernig samfélagi við búum. Blaðamenn leyfa mörgum röddum að heyrast. Án íslenskrar blaðamennsku væri næstum óhugsandi að búa í íslensku samfélagi. Við þurfum á öflugri og faglegri blaðamennsku að halda. Við þurfum að þekkja hana og hefja hana til lofts. Blaðamennska er mikilvæg. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar