„KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2024 18:31 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. Albert var valinn í landsliðshóp Íslands á föstudaginn var, og hafði landsliðsþjálfarinn Age Hareide þá heimild til þess að velja Albert í fyrsta sinn frá því síðasta sumar. Kæra hafði verið á borði Héraðssaksóknara síðan þá, en Albert var kærður fyrir kynferðisbrot. Eftir að málið var látið niður falla 22. febrúar var aftur hægt að velja Albert í landsliðið en spurningar vöknuðu eftir að sú niðurfelling var kærð í morgun. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Á stjórnarfundi KSÍ fyrir helgi var ræddur sá möguleiki á að niðurfellingin yrði kærð og ákvörðun tekin um að Albert myndi klára verkefnið. „Á fundi stjórnar síðasta föstudag, 15. mars, var samþykkt af stjórn, og allir sammála um því að komi til þess að niðurfelling á rannsókn leikmanns verði kærð eftir að landsliðsverkefni er hafið, þá klári leikmaður verkefni með landsliðinu,“ segir Þorvaldur við Vísi, sem rímar við það sem hann sagði við RÚV í morgun. Vilji eyða óvissunni Hann segir stjórnina hafa tekið þessa ákvörðun til að eyða óvissu í miðju landsliðsverkefni. Frestur til að kæra niðurfellinguna var til 22. mars, degi eftir komandi leik við Ísrael á fimmtudag, og lá ljóst fyrir að þessi staða gæti komið upp. Stjórn KSÍ hafi því tekið þessa ákvörðun á fundinum á föstudag. „Í rauninni er þetta gert því það er svo stutt í leik og að eyða óvissunni í undirbúningi liðsins fyrir landsleiki í verkefni sem þegar er hafið, það er erfitt að grípa það er inn í. Þetta var ákvörðun stjórnar og við erum að skerpa á og reyna að gera regluverkið skýrara. Það var mjög gott sem fyrri stjórn gerði en við viljum gera það betur,“ segir Þorvaldur. Sem segir þörf á því að skýra regluverkið. „Allar svona reglur þarf að skoða og má gera betur. KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum, svo það komi skýrt fram. En við viljum að þessar reglur séu skýrar og það er ákvörðun stjórnar að skerpa þetta enn betur og gera regluverkið betra,“ En þetta er ekki ákjósanleg staða? „Alls ekki. Það segir sig sjálft. Að það komi upp svona á þessum tíma núna. En þetta staðan sem við vinnum með og vinnum áfram með hana,“ segir Þorvaldur. Mun þetta hafa mikil áhrif á komandi verkefni? „Ég vona svo sem ekki. Við þurfum bara að aðlaga okkur að þessu sem komið er upp. Það er ekkert annað í stöðunni.“ KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Man ekki eftir viðlíka ummælum og vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði fótboltamanninn Albert Guðmundsson fyrir meint kynferðisbrot, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns í dag þar sem kallað er eftir afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands. Niðurfelling á máli Alberts var kærð í dag. 19. mars 2024 13:38 „Yrðu vonbrigði fyrir Ísland og Albert“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í endurkomu Alberts Guðmundssonar á blaðamannafundi í dag, fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku, sem og möguleikann á að taka þurfi hann úr hópnum ef niðurfellingin á hans máli verði kært. 15. mars 2024 17:16 Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því. 24. febrúar 2024 15:30 Íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu máls Alberts Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðufellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. 12. mars 2024 15:12 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Albert var valinn í landsliðshóp Íslands á föstudaginn var, og hafði landsliðsþjálfarinn Age Hareide þá heimild til þess að velja Albert í fyrsta sinn frá því síðasta sumar. Kæra hafði verið á borði Héraðssaksóknara síðan þá, en Albert var kærður fyrir kynferðisbrot. Eftir að málið var látið niður falla 22. febrúar var aftur hægt að velja Albert í landsliðið en spurningar vöknuðu eftir að sú niðurfelling var kærð í morgun. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Á stjórnarfundi KSÍ fyrir helgi var ræddur sá möguleiki á að niðurfellingin yrði kærð og ákvörðun tekin um að Albert myndi klára verkefnið. „Á fundi stjórnar síðasta föstudag, 15. mars, var samþykkt af stjórn, og allir sammála um því að komi til þess að niðurfelling á rannsókn leikmanns verði kærð eftir að landsliðsverkefni er hafið, þá klári leikmaður verkefni með landsliðinu,“ segir Þorvaldur við Vísi, sem rímar við það sem hann sagði við RÚV í morgun. Vilji eyða óvissunni Hann segir stjórnina hafa tekið þessa ákvörðun til að eyða óvissu í miðju landsliðsverkefni. Frestur til að kæra niðurfellinguna var til 22. mars, degi eftir komandi leik við Ísrael á fimmtudag, og lá ljóst fyrir að þessi staða gæti komið upp. Stjórn KSÍ hafi því tekið þessa ákvörðun á fundinum á föstudag. „Í rauninni er þetta gert því það er svo stutt í leik og að eyða óvissunni í undirbúningi liðsins fyrir landsleiki í verkefni sem þegar er hafið, það er erfitt að grípa það er inn í. Þetta var ákvörðun stjórnar og við erum að skerpa á og reyna að gera regluverkið skýrara. Það var mjög gott sem fyrri stjórn gerði en við viljum gera það betur,“ segir Þorvaldur. Sem segir þörf á því að skýra regluverkið. „Allar svona reglur þarf að skoða og má gera betur. KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum, svo það komi skýrt fram. En við viljum að þessar reglur séu skýrar og það er ákvörðun stjórnar að skerpa þetta enn betur og gera regluverkið betra,“ En þetta er ekki ákjósanleg staða? „Alls ekki. Það segir sig sjálft. Að það komi upp svona á þessum tíma núna. En þetta staðan sem við vinnum með og vinnum áfram með hana,“ segir Þorvaldur. Mun þetta hafa mikil áhrif á komandi verkefni? „Ég vona svo sem ekki. Við þurfum bara að aðlaga okkur að þessu sem komið er upp. Það er ekkert annað í stöðunni.“
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Man ekki eftir viðlíka ummælum og vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði fótboltamanninn Albert Guðmundsson fyrir meint kynferðisbrot, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns í dag þar sem kallað er eftir afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands. Niðurfelling á máli Alberts var kærð í dag. 19. mars 2024 13:38 „Yrðu vonbrigði fyrir Ísland og Albert“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í endurkomu Alberts Guðmundssonar á blaðamannafundi í dag, fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku, sem og möguleikann á að taka þurfi hann úr hópnum ef niðurfellingin á hans máli verði kært. 15. mars 2024 17:16 Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því. 24. febrúar 2024 15:30 Íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu máls Alberts Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðufellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. 12. mars 2024 15:12 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Man ekki eftir viðlíka ummælum og vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði fótboltamanninn Albert Guðmundsson fyrir meint kynferðisbrot, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns í dag þar sem kallað er eftir afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands. Niðurfelling á máli Alberts var kærð í dag. 19. mars 2024 13:38
„Yrðu vonbrigði fyrir Ísland og Albert“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í endurkomu Alberts Guðmundssonar á blaðamannafundi í dag, fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku, sem og möguleikann á að taka þurfi hann úr hópnum ef niðurfellingin á hans máli verði kært. 15. mars 2024 17:16
Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því. 24. febrúar 2024 15:30
Íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu máls Alberts Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðufellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. 12. mars 2024 15:12