Umfjöllun um eldsumbrot fælir ferðamenn frá Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 22:17 Eldsumbrotin á Reykjanesskaga virðast draga úr komu ferðamanna til landsins. Vísir/Vilhelm Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neyðarstig almannavarna - State of Emergency Umræðurnar á Facebook-síðunni snerust að miklu leyti um umfjöllun fréttamiðla um neyðarstig almannavarna, en svo virðist sem erlendir fréttamiðlar geri mikinn mat úr því. Fréttir lýsi því þá gjarnan yfir að Ísland lýsi yfir neyðarástandi og slái því upp í fyrirsagnir. Fréttaflutningurinn sé villandi og gefi í skyn að landið sé óöruggt þegar hættan er aðeins staðbundin í Grindavík. Slíkt sé ekki vænlegt til að lokka ferðamenn að landinu. Spurt var hvort ekki sé hægt að tóna „neyðarþetta og neyðarhitt“ niður. Nýleg frétt BBC um eldsumbrotin. Erlendum miðlum er tíðrætt um „State of emergency“Skjáskot Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu skilur vel áhyggjur aðila í ferðaþjónustu. Hún segir umfjöllun erlendra fréttamiðla um neyðarstigið hafa verið mjög áberandi og einnig hafi samfélagsmiðlaumfjöllun verið mikil. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi í aðdraganda fyrsta gossins í Grindavík og í framhaldinu af því í nóvember og desember. Íslandsstofa réðst í markaðsherferð Meðal verkefna Íslandsstofu er að vakta og greina umfjallanir um landið á erlendum miðlum. „Það er áhersla hjá okkur að koma út réttum skilaboðum inn á þessa miðla og við höfum náð góðum árangri í því,“ segir Lína. Hún segir að umfjöllun hafi batnað mikið frá því í nóvember og desember. Íslandsstofa hefur staðið í ströngu við að leiðrétta misskilning um jarðhræringarnar og hættuna sem steðjar af þeim. „Nú nýlega þá unnum við myndband fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við veðurstofuna sem er svona Q&A (spurt og svarað) myndband sem við erum að birta á okkar miðlum,“ segir Lína. Neyðarástand á Íslandi. Frétt á New York post.Skjáskot Lína segir að talsvert hafi borið hafi á afbókunum ferðamanna í nóvember og desember og hægst hafi á nýbókunum líka. Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi þá gripið inn í og sett hundrað milljónir króna í sérstakt markaðsátak. Þá hafi verið ráðist í markaðsherferð sem stóð yfir frá desemberlokum og út fyrstu tólf vikur ársins, sem er stærsti bókunargluggi sumarsins. Lína segir að vel hafi tekist til í þessari markaðsherferð. Það sjáist í mælikvörðum og gögnum um það hverjir horfi á efnið og bóki ferðir til landsins. Engin ferðatrygging á Íslandi? Þá segir einn meðlimur Baklands ferðaþjónustunnar að hann hafi verið með ferðamann hjá sér sem sagði að Ísland væri komið á lista tryggingarfélags yfir lönd sem ekki væri hægt að fá ferðatryggingu til. Þetta sé vegna neyðarstigsins. Ekki fylgir sögunni hvers lenskur ferðamaðurinn er. Lína segist ekki hafa heyrt af þessu. Vilja nýta athyglina Lína vill að lokum líta á jákvæðu hliðarnar og segir að hægt sé að nýta athyglina til góðs þegar upp er staðið. „Þetta styður til langs tíma ímynd áfangastaðarins sem staður sem býður upp á einstaka náttúru, og það sé ákveðin ævintýraupplifun að koma hingað. En við þurfum alltaf að standa vaktina þegar kemur að ímyndarsköpun Íslands,“ segir Lína. Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neyðarstig almannavarna - State of Emergency Umræðurnar á Facebook-síðunni snerust að miklu leyti um umfjöllun fréttamiðla um neyðarstig almannavarna, en svo virðist sem erlendir fréttamiðlar geri mikinn mat úr því. Fréttir lýsi því þá gjarnan yfir að Ísland lýsi yfir neyðarástandi og slái því upp í fyrirsagnir. Fréttaflutningurinn sé villandi og gefi í skyn að landið sé óöruggt þegar hættan er aðeins staðbundin í Grindavík. Slíkt sé ekki vænlegt til að lokka ferðamenn að landinu. Spurt var hvort ekki sé hægt að tóna „neyðarþetta og neyðarhitt“ niður. Nýleg frétt BBC um eldsumbrotin. Erlendum miðlum er tíðrætt um „State of emergency“Skjáskot Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu skilur vel áhyggjur aðila í ferðaþjónustu. Hún segir umfjöllun erlendra fréttamiðla um neyðarstigið hafa verið mjög áberandi og einnig hafi samfélagsmiðlaumfjöllun verið mikil. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi í aðdraganda fyrsta gossins í Grindavík og í framhaldinu af því í nóvember og desember. Íslandsstofa réðst í markaðsherferð Meðal verkefna Íslandsstofu er að vakta og greina umfjallanir um landið á erlendum miðlum. „Það er áhersla hjá okkur að koma út réttum skilaboðum inn á þessa miðla og við höfum náð góðum árangri í því,“ segir Lína. Hún segir að umfjöllun hafi batnað mikið frá því í nóvember og desember. Íslandsstofa hefur staðið í ströngu við að leiðrétta misskilning um jarðhræringarnar og hættuna sem steðjar af þeim. „Nú nýlega þá unnum við myndband fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við veðurstofuna sem er svona Q&A (spurt og svarað) myndband sem við erum að birta á okkar miðlum,“ segir Lína. Neyðarástand á Íslandi. Frétt á New York post.Skjáskot Lína segir að talsvert hafi borið hafi á afbókunum ferðamanna í nóvember og desember og hægst hafi á nýbókunum líka. Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi þá gripið inn í og sett hundrað milljónir króna í sérstakt markaðsátak. Þá hafi verið ráðist í markaðsherferð sem stóð yfir frá desemberlokum og út fyrstu tólf vikur ársins, sem er stærsti bókunargluggi sumarsins. Lína segir að vel hafi tekist til í þessari markaðsherferð. Það sjáist í mælikvörðum og gögnum um það hverjir horfi á efnið og bóki ferðir til landsins. Engin ferðatrygging á Íslandi? Þá segir einn meðlimur Baklands ferðaþjónustunnar að hann hafi verið með ferðamann hjá sér sem sagði að Ísland væri komið á lista tryggingarfélags yfir lönd sem ekki væri hægt að fá ferðatryggingu til. Þetta sé vegna neyðarstigsins. Ekki fylgir sögunni hvers lenskur ferðamaðurinn er. Lína segist ekki hafa heyrt af þessu. Vilja nýta athyglina Lína vill að lokum líta á jákvæðu hliðarnar og segir að hægt sé að nýta athyglina til góðs þegar upp er staðið. „Þetta styður til langs tíma ímynd áfangastaðarins sem staður sem býður upp á einstaka náttúru, og það sé ákveðin ævintýraupplifun að koma hingað. En við þurfum alltaf að standa vaktina þegar kemur að ímyndarsköpun Íslands,“ segir Lína.
Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06