Sport

Best í heimi í sínum aldurs­flokki í CrossFit Open

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bergrós Björnsdóttir er til alls líkleg á þessu tímabili enda með þeim allra bestu í heimi í sínum aldursflokki.
Bergrós Björnsdóttir er til alls líkleg á þessu tímabili enda með þeim allra bestu í heimi í sínum aldursflokki. @bergrosbjornsdottir

Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir frá Selfossi er að byrja CrossFit tímabilið vel.

Bergrós kláraði opna hluta undankeppninnar með sannfærandi hætti og tryggði sér um leið efsta sætið í sinum aldursflokki.

Í aldursflokknum 16 til 17 ára þá deildi Bergrós efsta sætinu með hinni bandarísku Kendall Gilmore sem er einnig sautján ára gömul.

Þegar við lítum á hennar aldursflokk þá var Bergrós í þriðja sæti í fyrstu viku, í þriðja sætið í annarri viku og loks í sjötta sæti í lokavikunni. Hún endaði þar einu sæti á undan Kendall og sá til þess að þær enduðu jafnar í toppsætinu.

Hér má sjá árangurinn hjá Bergrós í CrossFit Open í ár.CrossFit

Þessi miklu stöðugleiki skilaði okkar stelpu því sigri í CrossFit Open í flokki sextán til ára kvenna.

Næst á eftir þeim Bergrós og Kendall var María Granizo frá Sviss.

Þessi byrjun á nýju tímabili er gott framhalda af síðasta tímabili þar sem Bergrós vann brons á heimsleikunum í sama aldursflokki en þá var hún á yngra ári. Bergrós keppir aftur í flokknum í ár en núna á eldra ári og þessi frammistaða lofar svo sannarlega góðu.

Bergrós var líka ánægð með sig eins og sjá má á færslu hennar á samfélagsmiðlum.

„CrossFit Open 2024 er að baki. Öflug byrjun á tímabilinu. Ég er mjög ánægð með að hafa þegar náð miklum bætingum og er spennt fyrir að halda áfram að byggja ofan á þetta,“ skrifaði Bergrós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×