„Spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis „sjálfstæðisdagur Kjósverja““ Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2024 15:12 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, segir íbúa í Kjósinni fagna breytingunni. Heimili þeirra verða frá mánaðamótum ekki lengur kennd við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kjósarhreppur/Getty Margra ára baráttu Kjósverja við Póstinn virðist lokið og verða heimili þeirra ekki lengur kennd við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Þetta staðfestir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, í samtali við Vísi. Hún segir að Byggðastofnun hafi samþykkt þetta að fenginni annarri umsögn Póstsins og verður póstnúmerið nú „276 Kjós“ í stað „276 Mosfellsbær“. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin næstu. Þorbjörg segir mikla gleði ríkja meðal íbúa. „Þetta hefur verið löng barátta við kerfið sem nú er að baki. Það er spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis sjálfstæðisdagur Kjósverja,“ segir Þorbjörg. Hún segir að þingmenn Suðvesturkjördæmis hafi einnig lagst á sveif með íbúum, en þeir heimsóttu Kjósverja í síðustu kjördæmaviku þingmanna. Virðist sem að það hafi hjálpað til í baráttunni, segir Þorbjörg. Sjö þingmenn úr þremur flokkum lögðu á síðasta ári fram tillögu til þingsályktunar sem miðaði að því að Kjósarhreppur fengi nýtt póstnúmer og yrði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kom þar fram að íbúar í Kjósarhreppi hefðu lengi kvartað yfir póstnúmerinu „276 Mosfellsbær“ og sagt það hafa valdið ruglingi. Þorbjörg sagði í samtali við fréttastofu í október að Pósturinn hefði lengi staðið fast á sínu og staðið í veg fyrir slíkri breytingu, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. En þetta breytist 1. apríl þegar póstnúmerið verður 276 Kjós. Kjósarhreppur Pósturinn Tengdar fréttir Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Þetta staðfestir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, í samtali við Vísi. Hún segir að Byggðastofnun hafi samþykkt þetta að fenginni annarri umsögn Póstsins og verður póstnúmerið nú „276 Kjós“ í stað „276 Mosfellsbær“. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin næstu. Þorbjörg segir mikla gleði ríkja meðal íbúa. „Þetta hefur verið löng barátta við kerfið sem nú er að baki. Það er spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis sjálfstæðisdagur Kjósverja,“ segir Þorbjörg. Hún segir að þingmenn Suðvesturkjördæmis hafi einnig lagst á sveif með íbúum, en þeir heimsóttu Kjósverja í síðustu kjördæmaviku þingmanna. Virðist sem að það hafi hjálpað til í baráttunni, segir Þorbjörg. Sjö þingmenn úr þremur flokkum lögðu á síðasta ári fram tillögu til þingsályktunar sem miðaði að því að Kjósarhreppur fengi nýtt póstnúmer og yrði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kom þar fram að íbúar í Kjósarhreppi hefðu lengi kvartað yfir póstnúmerinu „276 Mosfellsbær“ og sagt það hafa valdið ruglingi. Þorbjörg sagði í samtali við fréttastofu í október að Pósturinn hefði lengi staðið fast á sínu og staðið í veg fyrir slíkri breytingu, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. En þetta breytist 1. apríl þegar póstnúmerið verður 276 Kjós.
Kjósarhreppur Pósturinn Tengdar fréttir Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02