Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 09:05 Ísland og Bosnía gætu mæst í úrslitaleik um sæti á EM en það yrði þá í Sarajevo en ekki í Reykjavík, því Bosníumenn eru betri í að fá miðann sinn dreginn upp úr skál. vísir/Hulda Margrét Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. Mér líður stundum eins og að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi ráðið nýjan mótastjóra fyrir nokkrum árum, sem sífellt boðar breytingar til að flækja allar keppnir. Og við misvitrir blaðamenn Evrópu þurfum alltaf að vera að útskýra hvernig keppnirnar virka og af hverju hinn eða þessi leikur skiptir máli. Tilgangur UEFA með Þjóðadeild og öðrum breytingum er þó eflaust ekki að flækja hlutina heldur að auka spennu í fleiri leikjum, sem er gott og blessað. Og það má alveg flækja hlutina en það má auðvitað ekki leiða til þess að keppnir verði ósanngjarnar. En það er einmitt það sem umspilin um sæti á stórmótum eru orðin. Hryllilega ósanngjörn. Og ég skil ekki að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, sætti sig við það. Íslenska liðið á æfingu í Búdapest í Ungverjalandi í gær, þar sem það mætir Ísrael í kvöld þó að þetta sé heimaleikur Ísraels. Það er vegna stríðsins á Gasa.Getty/Alex Nicodim Hvað á ég við? Gott að þú spurðir. Ég er að tala um þá staðreynd að í umspili um sæti á EM skuli spilaðir stakir leikir, en ekki heima- og útileikur. Íslenska karlalandsliðið spilar til dæmis bara stakan leik við Ísrael, á útivelli (sem vegna stríðsins er reyndar í Búdapest) í kvöld. Fín lausn á krakkamóti en ekki með stórmót í húfi Ef Ísland vinnur í kvöld tekur svo við stakur úrslitaleikur á öðrum „útivelli“, gegn Bosníu eða Úkraínu (þá reyndar í Póllandi, vegna hins stríðsins). Og af hverju myndi Ísland spila úrslitaleikinn á útivelli? Af því að það var dregið um það. DREGIÐ! Þetta hljómar eins og fín lausn á krakkamóti en alls, alls ekki þegar milljarðar króna og sæti á stórmóti eru í húfi. Ég meina, hversu mikið betra væri fyrir Ísland (ef við værum eðlileg þjóð og ættum nothæfan heimavöll) að geta spilað um EM-sæti á Laugardalsvelli frekar en í Sarajevo? Mikið, mikið betra. Það sýna úrslitin í gegnum tíðina. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Íslands sem varð að sætta sig við tap gegn Ungverjum í síðasta EM-umspili. Ungverjar höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik.Getty/Laszlo Szirtesi Það er vissulega auðveldara að sætta sig við að Ísrael eigi heimaleikinn í undanúrslitum, þó að eðlilegra væri að hafa tveggja leikja einvígi. Í því tilviki gildir betri árangur Ísraela í Þjóðadeildinni. Þeir unnu sér inn fyrir heimaleiknum. Það er allt annað dæmi en að draga miða úr einhverri helvítis skál. Stríðið gerir hins vegar óhjákvæmilegt að leikurinn fari fram utan Ísraels. Búið að kosta Ísland sæti á EM og HM Þetta grátlega fyrirkomulag hefur eins og fyrr segir bitnað á Íslendingum. Mjög illa. Ég er ekki í vafa um það að ef að Ísland hefði fengið heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir síðasta EM, í úrslitaleik umspils, þá hefði liðið komist á þriðja stórmót sitt í röð. Í staðinn tapaði liðið með miklum naumindum í Búdapest. Það sama var uppi á teningnum þegar íslenska kvennalandsliðið gat komist á HM í fyrsta sinn, og mætti Portúgal í úrslitaleik umspils haustið 2022. Portúgalar grísuðust til að fá heimaleik, þrátt fyrir verri árangur í undankeppninni og lægri stöðu á öllum árangurstengdum styrkleikalistum, og unnu í framlengdri viðureign. Svo já, í mínum huga er ömurlegt kerfi búið að taka einn EM-farseðil og einn HM-farseðil af Íslendingum. En útivöllur er engin afsökun í kvöld og vonandi tekst Íslandi að hrósa sigri gegn Ísrael, og gegn Úkraínu eða Bosníu næsta þriðjudag, til að landa fyllilega verðskulduðu EM-sæti og rúmlega það. Tapi Ísland í kvöld bitnar þetta ömurlega fyrirkomulag í staðinn á Ísraelum. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Utan vallar Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Mér líður stundum eins og að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi ráðið nýjan mótastjóra fyrir nokkrum árum, sem sífellt boðar breytingar til að flækja allar keppnir. Og við misvitrir blaðamenn Evrópu þurfum alltaf að vera að útskýra hvernig keppnirnar virka og af hverju hinn eða þessi leikur skiptir máli. Tilgangur UEFA með Þjóðadeild og öðrum breytingum er þó eflaust ekki að flækja hlutina heldur að auka spennu í fleiri leikjum, sem er gott og blessað. Og það má alveg flækja hlutina en það má auðvitað ekki leiða til þess að keppnir verði ósanngjarnar. En það er einmitt það sem umspilin um sæti á stórmótum eru orðin. Hryllilega ósanngjörn. Og ég skil ekki að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, sætti sig við það. Íslenska liðið á æfingu í Búdapest í Ungverjalandi í gær, þar sem það mætir Ísrael í kvöld þó að þetta sé heimaleikur Ísraels. Það er vegna stríðsins á Gasa.Getty/Alex Nicodim Hvað á ég við? Gott að þú spurðir. Ég er að tala um þá staðreynd að í umspili um sæti á EM skuli spilaðir stakir leikir, en ekki heima- og útileikur. Íslenska karlalandsliðið spilar til dæmis bara stakan leik við Ísrael, á útivelli (sem vegna stríðsins er reyndar í Búdapest) í kvöld. Fín lausn á krakkamóti en ekki með stórmót í húfi Ef Ísland vinnur í kvöld tekur svo við stakur úrslitaleikur á öðrum „útivelli“, gegn Bosníu eða Úkraínu (þá reyndar í Póllandi, vegna hins stríðsins). Og af hverju myndi Ísland spila úrslitaleikinn á útivelli? Af því að það var dregið um það. DREGIÐ! Þetta hljómar eins og fín lausn á krakkamóti en alls, alls ekki þegar milljarðar króna og sæti á stórmóti eru í húfi. Ég meina, hversu mikið betra væri fyrir Ísland (ef við værum eðlileg þjóð og ættum nothæfan heimavöll) að geta spilað um EM-sæti á Laugardalsvelli frekar en í Sarajevo? Mikið, mikið betra. Það sýna úrslitin í gegnum tíðina. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Íslands sem varð að sætta sig við tap gegn Ungverjum í síðasta EM-umspili. Ungverjar höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik.Getty/Laszlo Szirtesi Það er vissulega auðveldara að sætta sig við að Ísrael eigi heimaleikinn í undanúrslitum, þó að eðlilegra væri að hafa tveggja leikja einvígi. Í því tilviki gildir betri árangur Ísraela í Þjóðadeildinni. Þeir unnu sér inn fyrir heimaleiknum. Það er allt annað dæmi en að draga miða úr einhverri helvítis skál. Stríðið gerir hins vegar óhjákvæmilegt að leikurinn fari fram utan Ísraels. Búið að kosta Ísland sæti á EM og HM Þetta grátlega fyrirkomulag hefur eins og fyrr segir bitnað á Íslendingum. Mjög illa. Ég er ekki í vafa um það að ef að Ísland hefði fengið heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir síðasta EM, í úrslitaleik umspils, þá hefði liðið komist á þriðja stórmót sitt í röð. Í staðinn tapaði liðið með miklum naumindum í Búdapest. Það sama var uppi á teningnum þegar íslenska kvennalandsliðið gat komist á HM í fyrsta sinn, og mætti Portúgal í úrslitaleik umspils haustið 2022. Portúgalar grísuðust til að fá heimaleik, þrátt fyrir verri árangur í undankeppninni og lægri stöðu á öllum árangurstengdum styrkleikalistum, og unnu í framlengdri viðureign. Svo já, í mínum huga er ömurlegt kerfi búið að taka einn EM-farseðil og einn HM-farseðil af Íslendingum. En útivöllur er engin afsökun í kvöld og vonandi tekst Íslandi að hrósa sigri gegn Ísrael, og gegn Úkraínu eða Bosníu næsta þriðjudag, til að landa fyllilega verðskulduðu EM-sæti og rúmlega það. Tapi Ísland í kvöld bitnar þetta ömurlega fyrirkomulag í staðinn á Ísraelum. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Utan vallar Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira