Túlkur stórstjörnunnar stal af honum hundruðum milljóna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 16:30 Shohei Ohtan hlustar hér á Ippei Mizuhara túlka fyrir sig á blaðamannafundi. AP/Lee Jin-man Bandaríska hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers hefur rekið túlkinn Ippei Mizuhara úr starfi eftir að upp komst um stórfelldan þjófnað hans. Mizuhara starfaði sem túlkur japönsku stórstjörnunnar Shohei Ohtani. Þeir höfðu lengi verið vinir og hann hafði túlkað fyrir hann þegar leikmaðurinn mætti til Bandaríkjanna. Það hefur verið mikið látið með Ohtani enda frábær leikmaður sem getur bæði slegið og kastað. Shohei Ohtani er risastjarna í hafnaboltanum en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður MLB deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann fékk þau verðlaun á síðasta tímabil og fékk einnig risasamning. Dodgers fire Shohei Ohtani's interpreter after allegations of million-dollar theft https://t.co/v6KIchHSXJ— USA TODAY (@USATODAY) March 20, 2024 Hann færði sig nefnilega yfir frá Los Angeles Angels til Los Angeles Dodgers fyrir tímabilið í ár eftir að hann samþykkti risatilboð frá Dodgers. Shohei fær sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða meira en 95 milljarða íslenskra króna. Það breytir ekki því að enginn vill láta stela af sér pening. Fjölmiðlar fóru að forvitnast um millifærslur frá bankareikningi Ohtani til veðbanka. Nú hefur Mizuhara verið rekinn og bandarískir fjölmiðlar fjalla um það að hann hafi stolið mörgum milljónum dollara frá leikmanninum. From @TheAthletic: The Los Angeles Dodgers fired Shohei Ohtani s interpreter after accusations that he stole the baseball star s money to place bets. https://t.co/6aDcRjozZ6— The New York Times (@nytimes) March 20, 2024 Talsmaður Ohtani sagði fyrst við ESPN að hafnarboltamaðurinn hafi verið að hjálpa Mizuhara með veðmálaskuldir en svo kom annað hljóð í skrokkinn. Lögfræðingar höfðu samband við bandaríska fjölmiðilinn og sögðu að Ohtani hafi verið fórnarlamb mikils þjófnaðar. Hinn 39 ára gamli er talinn hafa stolið að minnsta kosti 4,5 milljónum dollara af Ohtani sem samsvarar 616 milljónum króna. Mizuhara talaði fyrst um að Ohtani hafi verið að gera sér vinargreiða en dró svo í land með það og viðurkenni að hafnarboltastjarnan hafði ekki vitað um veðmálafíkn eða veðmálaskuldir hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2HhLDeVZtC4">watch on YouTube</a> Hafnabolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Mizuhara starfaði sem túlkur japönsku stórstjörnunnar Shohei Ohtani. Þeir höfðu lengi verið vinir og hann hafði túlkað fyrir hann þegar leikmaðurinn mætti til Bandaríkjanna. Það hefur verið mikið látið með Ohtani enda frábær leikmaður sem getur bæði slegið og kastað. Shohei Ohtani er risastjarna í hafnaboltanum en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður MLB deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann fékk þau verðlaun á síðasta tímabil og fékk einnig risasamning. Dodgers fire Shohei Ohtani's interpreter after allegations of million-dollar theft https://t.co/v6KIchHSXJ— USA TODAY (@USATODAY) March 20, 2024 Hann færði sig nefnilega yfir frá Los Angeles Angels til Los Angeles Dodgers fyrir tímabilið í ár eftir að hann samþykkti risatilboð frá Dodgers. Shohei fær sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða meira en 95 milljarða íslenskra króna. Það breytir ekki því að enginn vill láta stela af sér pening. Fjölmiðlar fóru að forvitnast um millifærslur frá bankareikningi Ohtani til veðbanka. Nú hefur Mizuhara verið rekinn og bandarískir fjölmiðlar fjalla um það að hann hafi stolið mörgum milljónum dollara frá leikmanninum. From @TheAthletic: The Los Angeles Dodgers fired Shohei Ohtani s interpreter after accusations that he stole the baseball star s money to place bets. https://t.co/6aDcRjozZ6— The New York Times (@nytimes) March 20, 2024 Talsmaður Ohtani sagði fyrst við ESPN að hafnarboltamaðurinn hafi verið að hjálpa Mizuhara með veðmálaskuldir en svo kom annað hljóð í skrokkinn. Lögfræðingar höfðu samband við bandaríska fjölmiðilinn og sögðu að Ohtani hafi verið fórnarlamb mikils þjófnaðar. Hinn 39 ára gamli er talinn hafa stolið að minnsta kosti 4,5 milljónum dollara af Ohtani sem samsvarar 616 milljónum króna. Mizuhara talaði fyrst um að Ohtani hafi verið að gera sér vinargreiða en dró svo í land með það og viðurkenni að hafnarboltastjarnan hafði ekki vitað um veðmálafíkn eða veðmálaskuldir hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2HhLDeVZtC4">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira