Túlkur stórstjörnunnar stal af honum hundruðum milljóna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 16:30 Shohei Ohtan hlustar hér á Ippei Mizuhara túlka fyrir sig á blaðamannafundi. AP/Lee Jin-man Bandaríska hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers hefur rekið túlkinn Ippei Mizuhara úr starfi eftir að upp komst um stórfelldan þjófnað hans. Mizuhara starfaði sem túlkur japönsku stórstjörnunnar Shohei Ohtani. Þeir höfðu lengi verið vinir og hann hafði túlkað fyrir hann þegar leikmaðurinn mætti til Bandaríkjanna. Það hefur verið mikið látið með Ohtani enda frábær leikmaður sem getur bæði slegið og kastað. Shohei Ohtani er risastjarna í hafnaboltanum en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður MLB deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann fékk þau verðlaun á síðasta tímabil og fékk einnig risasamning. Dodgers fire Shohei Ohtani's interpreter after allegations of million-dollar theft https://t.co/v6KIchHSXJ— USA TODAY (@USATODAY) March 20, 2024 Hann færði sig nefnilega yfir frá Los Angeles Angels til Los Angeles Dodgers fyrir tímabilið í ár eftir að hann samþykkti risatilboð frá Dodgers. Shohei fær sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða meira en 95 milljarða íslenskra króna. Það breytir ekki því að enginn vill láta stela af sér pening. Fjölmiðlar fóru að forvitnast um millifærslur frá bankareikningi Ohtani til veðbanka. Nú hefur Mizuhara verið rekinn og bandarískir fjölmiðlar fjalla um það að hann hafi stolið mörgum milljónum dollara frá leikmanninum. From @TheAthletic: The Los Angeles Dodgers fired Shohei Ohtani s interpreter after accusations that he stole the baseball star s money to place bets. https://t.co/6aDcRjozZ6— The New York Times (@nytimes) March 20, 2024 Talsmaður Ohtani sagði fyrst við ESPN að hafnarboltamaðurinn hafi verið að hjálpa Mizuhara með veðmálaskuldir en svo kom annað hljóð í skrokkinn. Lögfræðingar höfðu samband við bandaríska fjölmiðilinn og sögðu að Ohtani hafi verið fórnarlamb mikils þjófnaðar. Hinn 39 ára gamli er talinn hafa stolið að minnsta kosti 4,5 milljónum dollara af Ohtani sem samsvarar 616 milljónum króna. Mizuhara talaði fyrst um að Ohtani hafi verið að gera sér vinargreiða en dró svo í land með það og viðurkenni að hafnarboltastjarnan hafði ekki vitað um veðmálafíkn eða veðmálaskuldir hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2HhLDeVZtC4">watch on YouTube</a> Hafnabolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Mizuhara starfaði sem túlkur japönsku stórstjörnunnar Shohei Ohtani. Þeir höfðu lengi verið vinir og hann hafði túlkað fyrir hann þegar leikmaðurinn mætti til Bandaríkjanna. Það hefur verið mikið látið með Ohtani enda frábær leikmaður sem getur bæði slegið og kastað. Shohei Ohtani er risastjarna í hafnaboltanum en hann hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður MLB deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann fékk þau verðlaun á síðasta tímabil og fékk einnig risasamning. Dodgers fire Shohei Ohtani's interpreter after allegations of million-dollar theft https://t.co/v6KIchHSXJ— USA TODAY (@USATODAY) March 20, 2024 Hann færði sig nefnilega yfir frá Los Angeles Angels til Los Angeles Dodgers fyrir tímabilið í ár eftir að hann samþykkti risatilboð frá Dodgers. Shohei fær sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða meira en 95 milljarða íslenskra króna. Það breytir ekki því að enginn vill láta stela af sér pening. Fjölmiðlar fóru að forvitnast um millifærslur frá bankareikningi Ohtani til veðbanka. Nú hefur Mizuhara verið rekinn og bandarískir fjölmiðlar fjalla um það að hann hafi stolið mörgum milljónum dollara frá leikmanninum. From @TheAthletic: The Los Angeles Dodgers fired Shohei Ohtani s interpreter after accusations that he stole the baseball star s money to place bets. https://t.co/6aDcRjozZ6— The New York Times (@nytimes) March 20, 2024 Talsmaður Ohtani sagði fyrst við ESPN að hafnarboltamaðurinn hafi verið að hjálpa Mizuhara með veðmálaskuldir en svo kom annað hljóð í skrokkinn. Lögfræðingar höfðu samband við bandaríska fjölmiðilinn og sögðu að Ohtani hafi verið fórnarlamb mikils þjófnaðar. Hinn 39 ára gamli er talinn hafa stolið að minnsta kosti 4,5 milljónum dollara af Ohtani sem samsvarar 616 milljónum króna. Mizuhara talaði fyrst um að Ohtani hafi verið að gera sér vinargreiða en dró svo í land með það og viðurkenni að hafnarboltastjarnan hafði ekki vitað um veðmálafíkn eða veðmálaskuldir hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2HhLDeVZtC4">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira