McGregor staðfestir endurkomu sína í UFC Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 17:45 Conor McGregor hefur oft tjáð sig um mögulega endurkomu í bardagabúr UFC á undanförnum árum. Núna virðist hins vegar komið skrið á hlutina. Vísir/Getty Það virðist allt stefna í að írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor, goðsögn í sögu UFC sambandsins, muni stíga aftur inn í bardagabúrið í sumar. McGregor segir samkomulag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bardagakvöldi sambandsins í sumar. „Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir. MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
„Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir.
MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira