Björgvin og Sara með yfirburði en þetta eru þau efstu á Íslandi í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru einu Íslendingarnir inn á topp hundrað í CrossFit Open í ár. @sarasigmunds og @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir voru langefst Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en niðurstöður úr þriðju og síðustu viku CrossFit Open hafa nú verið staðfestar. Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games CrossFit Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
Sara var á toppnum meðal íslensku stelpnanna eftir allar þrjár vikurnar en Björgvin Karl tók toppsætið eftir aðra viku og jók bara forystu sína í lokavikunni. Alls voru tólf íslenskar stelpur inn á topp þúsund í heiminum en aðeins fimm íslenskir karlar. CrossFit Open er fyrstu hluti af þremur í undankeppni heimsleikanna. 25 prósent keppenda komast áfram í fjórðungsúrslit þar sem síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Í undanúrslitamótunum eru síðan sæti í boði á sjálfa heimsleikanna næsta haust. Björgvin Karl endaði í 22. sæti á heimsvísu og í níunda sæti í Evrópu. Hann varð í 45. sæti í heiminum í Open í fyrra en best náði hann öðru sætinu árið 2019 og fjórða sætinu bæði 2017 og 2020. Bergur Sverrisson varð næsthæstur íslensku strákanna en þó bara í 574. sæti á heimsvísu og í 215. sæti í Evrópu. Það segir mikið til um yfirburði Björgvins. Þriðji íslenski karlmaðurinn varð síðan handbolta- og fótboltadómararinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Sigurður varð í 659. sæti á heimsvísu en enn fremur í 9. sæti í sínum aldursflokki sem er flokkur 40 til 44 ára. Fjórði varð Ægir Björn Gunnsteinsson (926. sæti í heimi - 357. sæti í Evrópu) og fimmtiRagnar Ingi Klemenzson (929. sæti í heimi - 359. sæti í Evrópu). Hér fyrir neðan má sjá þá fimmtán efstu á Íslandi. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games Lini Linason, sem varð efstur Íslendinga eftir fyrstu vikuna og keppir undir dulnefni, endaði í sautjánda sætinu sem skilaði honum í 3347. sæti á heimsvísu. Sara Sigmundsdóttir er á góðri leið í endurkomu sinni en hún endaði í 30. sæti á heimsvísu sem er 154 sætum ofar en í fyrra og átján sætum ofar en árið 2022. Sara vann hins vegar Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Sara endaði í 10. sæti í Evrópu. Hún varð eina íslenska konan inn á topp hundrað í heiminum og 75 sætum á undan næstu íslensku konu. Þuríður Erla Helgadóttir varð önnur íslenskra kvenna en hún endaði í 105. sæti á heimsvísu og í 50. sæti í Evrópu. Þuríður lækkaði sig þriðja árið í röð en hún varð í 64. sæti í heiminum í fyrra, 46. sæti árið 2022 og í 29. sæti árið 2021. Þriðja af íslensku stelpunum var hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir en hún varð efst í heiminum í flokki sextán til sautján ára. Bergrós varð í 160. sæti á heimsvísu og í 69. sæti í Evrópu. Fjórða varð Steinunn Anna Svansdóttir (250. sæti í heimi - 109. sæti í Evrópu) og fimmta Birta Líf Þórarinsdóttir (284. sæti í heimi - 124. sæti í Evrópu). Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir í undankeppni Norður-Ameríku en hún endaði í 343. sæti á heimsvísu sem hefði skilað henni 141. sæti í Evrópu. Katrín Tanja hefði samkvæmt þessu endaði í sjötta sætinu meðal íslensku stelpnanna. Hér fyrir neðan má sjá þær fimmtán efstu á Íslandi en Katrín Tanja er ekki með á listanum enda á listanum yfir vesturhluta Norður-Ameríku. Smellið á myndina til að stækka hana. CrossFit Games
CrossFit Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira