Bardagakvöldið er á vegum Unified Boxing Promotions og verður sýnt í beinni útsendingu á UFC Fight pass.
Í Jordan Dobie fær Valgerður andstæðing sem er enn ósigraður. Jordan hefur unnið alla fjóra bardaga sína til þessa. Ósigruð á sínum atvinnumannaferli. Um er að hnefaleikakonu sem hefur mikla reynslu af bardagaíþróttum og varð hún meðal annars heimsmeistari í Muay Thai á sínum tíma.
„Ég er spennt fyrir þessum bardaga og er ánægð með að fá almennilegan undirbúningstíma,“ segir Valgerður um komandi bardaga. „Ég hef nýtt undanfarna mánuði vel og hlakka til að sýna afraksturinn í hringnum.“