Snorri sakaður um að vera kynslóðavillingur Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2024 14:35 En, ég er bara 26 en ekki sjötugur, sagði Snorri Másson er hann hafði fengið það óþvegið hjá Gunnari Smára, að hann væri gamall karl fæddur í líkama ungmennis; gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. vísir/vilhelm „Gunnar Smári beitti því fantabragði að ýta ritstjóranum út úr skápnum, að ég væri gamall karl í ungum líkama. Minn málflutningur væri eins og ég væri sjötugur en ekki 26 ára,“ segir Snorri Másson forviða. En hann fer reglulega yfir fréttir vikunnar á vef sínum Ritstjóri.is Sérkennileg deila, ef deilu skal kalla, er risin milli þeirra Gunnars Smára Egilssonar, eins leiðtoga Sósíalistaflokksins og Snorra. Bestur með kálbögglum og sætsúpu Gunnar Smári ritaði nöturlega færslu á Facebook-vef Sósíalistaflokks Íslands þar sem hann hæðist að honum. „Snorri Másson er sem gamall karl sem fæddist í ungum líkama. Hann er bráðum 27 ára en talar og hugsar eins og hann sé bæði sjötugur og önugur. Ég átta mig alveg á því hvort Snorri sé að leika þessa týpu eða hvort hann sé nokkurskonar kynslóðavillingur,” skrifar Gunnar Smári. Og hann heldur áfram af miklu miskunnarleysi: „Ég hef heyrt hann halda því fram að afturhald sé hin nýja róttækni, svo það má vel vera að hann trúi að twenties séu hið nýja seventies. Að hlusta á mónólóga á vef hans ritstjori.is er eins og hádegisverður á Múlakaffi, gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. “ „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Og Gunnar Smári spyr hvort þetta sé virkilega rödd ungu kynslóðarinnar: „Eru ungir íslenskir karlar í dag eins og snýttir út úr nösinni á Kjartani Gunnarssyni?” Snorri getur vitaskuld ekki látið þessu ósvarað og hann hóf daglega reisu sína yfir það sem hann kallar „Fréttir vikunnar“ á því að svara Gunnari Smára. Og það áður en hann hóf að mæra styrktaraðila sína: „Við fögnum málefnalegri gagnrýni en ég verð hugsi þegar menn vísa bara í ártöl. Svona er nútíminn, þetta er gamaldags. Af hverju ræðum við ekki hugmyndirnar? Nei, þær eru gamaldags. Þetta er hætta hinnar blindu framfaratrúar. Að ganga út frá því að allt gangi til betri vegar, höfum við gengið götuna til góðs? Þetta var spurning Jónasar,“ segir Snorri. Snorri er helst á því að Gunnar Smára gerist hér sekur um öldrunarfordóma og segir: „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Snorri á reyndar í vök að verjast víðar en aldur hans virðist vefjast fyrir fólki. Meðan Sósíalistaforinginn telur hann fornan í lund sakar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Snorra um barnaskap á X, áður Twitter. https://t.co/4Vh4hncwZdÞað er barnaskapur hjá Ritstjóranum að vera að telja breytingar til að átta sig á heildaráhrifum skattabreytinga. Niðurstaðan fæst með því að kanna áhrifin á fólk og fyrirtæki. Sú niðurstaða er augljóslega sú að við höfum lækkað skatta, gjöld og tolla.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 21, 2024 Samfélagsmiðlar Eldri borgarar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Sérkennileg deila, ef deilu skal kalla, er risin milli þeirra Gunnars Smára Egilssonar, eins leiðtoga Sósíalistaflokksins og Snorra. Bestur með kálbögglum og sætsúpu Gunnar Smári ritaði nöturlega færslu á Facebook-vef Sósíalistaflokks Íslands þar sem hann hæðist að honum. „Snorri Másson er sem gamall karl sem fæddist í ungum líkama. Hann er bráðum 27 ára en talar og hugsar eins og hann sé bæði sjötugur og önugur. Ég átta mig alveg á því hvort Snorri sé að leika þessa týpu eða hvort hann sé nokkurskonar kynslóðavillingur,” skrifar Gunnar Smári. Og hann heldur áfram af miklu miskunnarleysi: „Ég hef heyrt hann halda því fram að afturhald sé hin nýja róttækni, svo það má vel vera að hann trúi að twenties séu hið nýja seventies. Að hlusta á mónólóga á vef hans ritstjori.is er eins og hádegisverður á Múlakaffi, gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. “ „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Og Gunnar Smári spyr hvort þetta sé virkilega rödd ungu kynslóðarinnar: „Eru ungir íslenskir karlar í dag eins og snýttir út úr nösinni á Kjartani Gunnarssyni?” Snorri getur vitaskuld ekki látið þessu ósvarað og hann hóf daglega reisu sína yfir það sem hann kallar „Fréttir vikunnar“ á því að svara Gunnari Smára. Og það áður en hann hóf að mæra styrktaraðila sína: „Við fögnum málefnalegri gagnrýni en ég verð hugsi þegar menn vísa bara í ártöl. Svona er nútíminn, þetta er gamaldags. Af hverju ræðum við ekki hugmyndirnar? Nei, þær eru gamaldags. Þetta er hætta hinnar blindu framfaratrúar. Að ganga út frá því að allt gangi til betri vegar, höfum við gengið götuna til góðs? Þetta var spurning Jónasar,“ segir Snorri. Snorri er helst á því að Gunnar Smára gerist hér sekur um öldrunarfordóma og segir: „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Snorri á reyndar í vök að verjast víðar en aldur hans virðist vefjast fyrir fólki. Meðan Sósíalistaforinginn telur hann fornan í lund sakar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Snorra um barnaskap á X, áður Twitter. https://t.co/4Vh4hncwZdÞað er barnaskapur hjá Ritstjóranum að vera að telja breytingar til að átta sig á heildaráhrifum skattabreytinga. Niðurstaðan fæst með því að kanna áhrifin á fólk og fyrirtæki. Sú niðurstaða er augljóslega sú að við höfum lækkað skatta, gjöld og tolla.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 21, 2024
Samfélagsmiðlar Eldri borgarar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“