Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:48 Stærðarinnar eldsvoði hefur brotist út í tónleikahöllinni eftir að vopnaðir árásarmenn hófu skothríð í Moskvu. AP/Sergei Vedyashkin Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters. Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag.
Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45