Á vef Alþingis kemur fram að fimm aðalmenn taki sæti á Alþingi á ný í dag, þar á meðal Svandís. Í samtali við Vísi segir Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður Svandísar að þrátt fyrir skráninguna sé hún enn í veikindaleyfi.
Sjálfvirk skráning á vef Alþingis vegna páskaleyfis geri það að verkum að fjarverandi þingmenn séu skráðir þannig að þeir taki sæti á ný án þess að sú sé endilega raunin.

Svandís greindi frá því á Facebook síðu sinni í janúar að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein og væri á leið í veikindaleyfi. Brynhildur Björnsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur síðan komið í hennar stað. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sinnt störfum hennar sem matvælaráðherra.
Iðunn staðfestir í samtali við fréttastofu að veikindaleyfi Svandísar sé ekki lokið.
Fréttin hefur verið uppfærð.