„Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2024 08:01 Jóhann Berg og Albert Guðmundsson hafa báðir gert þrennu í mikilvægum landsleikjum. „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hann hitaði upp fyrir æfingu liðsins í Búdapest í gær en liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. „Við erum bara með sjálfstraustið í botni, og sérstaklega eftir síðasta leik. Þetta verður aftur á móti töluvert erfiðari leikur og töluvert meiri stemning í Úkraínumönnunum í Póllandi heldur en á móti Ísrael þannig að þetta verður alvöru verkefni, en til að komast á stórmót þá þarft þú að spila erfiða leiki og vinna þá.“ Jóhann Berg segir að það að liðið hafi skorað fjögur mörk í síðasta leik sé ástæða til þess að mæta með kassann út í leikinn á þriðjudaginn. „Alltaf gott að skora fjögur mörk og sýnir það að við erum með gríðarlega sterka menn sóknarlega. Leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við þurfum líka að verjast sem lið og mér fannst við gera það vel mestmegnis á móti Ísrael en við þurfum að gera það enn betur gegn Úkraínu.“ Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöldið. Jóhann þekkir það vel sjálfur hvernig það er að skora þrennu fyrir Ísland og gerði hann það í Bern í Sviss árið 2013. Klippa: Þrenna Jóa Berg gegn Sviss í Bern árið 2013 Hér að neðan má sjá mörk Alberts Guðmundssonar gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hans önnur þrenna fyrir Ísland. En hvor þrennan er flottari? „Ég held að það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka.“ Klippa: Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Hann hitaði upp fyrir æfingu liðsins í Búdapest í gær en liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. „Við erum bara með sjálfstraustið í botni, og sérstaklega eftir síðasta leik. Þetta verður aftur á móti töluvert erfiðari leikur og töluvert meiri stemning í Úkraínumönnunum í Póllandi heldur en á móti Ísrael þannig að þetta verður alvöru verkefni, en til að komast á stórmót þá þarft þú að spila erfiða leiki og vinna þá.“ Jóhann Berg segir að það að liðið hafi skorað fjögur mörk í síðasta leik sé ástæða til þess að mæta með kassann út í leikinn á þriðjudaginn. „Alltaf gott að skora fjögur mörk og sýnir það að við erum með gríðarlega sterka menn sóknarlega. Leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við þurfum líka að verjast sem lið og mér fannst við gera það vel mestmegnis á móti Ísrael en við þurfum að gera það enn betur gegn Úkraínu.“ Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöldið. Jóhann þekkir það vel sjálfur hvernig það er að skora þrennu fyrir Ísland og gerði hann það í Bern í Sviss árið 2013. Klippa: Þrenna Jóa Berg gegn Sviss í Bern árið 2013 Hér að neðan má sjá mörk Alberts Guðmundssonar gegn Ísrael á fimmtudaginn. Hans önnur þrenna fyrir Ísland. En hvor þrennan er flottari? „Ég held að það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka.“ Klippa: Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira