Staðan í hálfleik var 15-14 og var leikurinn nokkurn veginn í járnum allan tímann. Þegar mínúta var til leiksloka var staðan 28-28 og Kolstad fékk víti. Sigvaldi fór á línuna og skoraði af öryggi og Noregsmeistaratitillinn í höfn þrátt fyrir að deildarkeppnin sé ekki búin.
Þetta var annað árið í röð sem Kolstad vinnur deildina en liðið varð einnig bikarmeistari á dögunum. Þegar deildarkeppninni lýkur tekur svo við úrslitakeppni þar sem Kolstad á titil að verja.