Drakk 25 bjóra á dag Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:15 Jóannes Bjartalíð í landsleik gegn Pólverjum í undankeppni EM síðasta haust. Hann hefur leikið á fjórða tug landsleikja fyrir Færeyjar. Getty/Adam Nurkiewicz Liðsfélagi Júlíusar Magnússonar hjá norska knattspyrnuliðinu Fredrikstad, Færeyingurinn Jóannes Bjartalíð, hefur opnað sig um áfengisfíkn sína í viðtali við TV 2 í Noregi. Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt. Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira
Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt.
Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira