Handbolti

Ómar Ingi með stór­skota­sýningu í sigri Mag­deburg

Siggeir Ævarsson skrifar
Ómar Ingi raðaði inn mörkum í kvöld
Ómar Ingi raðaði inn mörkum í kvöld vísir/Getty

Ómar Ingi Magnússon var allt í öllu í sóknarleik Magdeburg í kvöld þegar liðið lagði Bergischer 27-30 en Ómar skoraði alls þrettán mörk í leiknum.

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Magdeburg en liðið er í harði toppbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni, stigi á eftir toppliði Füchse Berlin sem marði botnlið HBW Balingen fyrr í dag. Magdeburg á þó leik til góða ásamt Flensburg sem er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliðinu.

Ómar Ingi var langmarkahæstur á vellinum í dag með 13 mörk en lét það ekki duga og bætti við fjórum stoðsendingum. Hinir Íslendingarnir í liði Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason. höfðu frekar hægt um sig í dag en þeir skoruðu sitt markið hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×