Andre Lima hafði betur í bardaga á móti Igor Severino í Las Vegas. Severino varð uppvís að því að bíta andstæðing sinn í bardaganum. Þegar Lima sýndi dómurum bitfarið, sem var mjög greinilegt, þá var honum dæmdur sigur.
UFC kvöldið var ekki búið þegar Andre Lima brunaði á næstu húðflúrstofu. Hann lét þar húðflúra á sig bitfarið.
Lima fékk 25 þúsund dollara fyrir sigurinn en Dana White, yfirmaður UFC, ákvað að gefa honum 25 þúsund dollara bónus, þegar hann frétti af ferð hans á húðflúrstofuna. Lima fékk því samtals fimmtíu þúsund í sinn hlut eða 6,9 milljónir íslenskra króna.
Severino neitaði reynda að hafa bitið andstæðing sinn en myndbönd og bitfarið sögu aðra sögu. Dana White tilkynnti síðan að Severino yrði rekinn úr UFC og hann gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu.