Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon fá þar til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaseríu.
Í gær var fjallað um árið 2000 og þar kom upp umræða um fyrirbærið tjokkó sem margir voru einmitt um aldarmótin.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir útvarpskona á Bylgjunni mætti og ræddi um þessa súkkulaðibrúnu karlmenn með strípur.
Edda vildi nú meina að Páll Magnússon hafi á sínum tíma einmitt verið tjokkó. Palli svaraði því um hæl, og sagði: „Nei!! Ég hef aldrei verið tjokkó, ekki frekar en þú hafi verið skinka.“
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur geta horft á hann í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.