„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 09:30 HK er á leið inn í sitt sjöunda tímabil í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira