Handbolti

Blóð, sviti, tár og and­vöku­nætur Guð­mundar

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku
Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku Mynd: Fredericia

Ís­lenski hand­bolta­þjálfarinn Guð­mundur Guð­munds­son hefur verið að ná sögu­legum árangri með lið Fredericia í efstu deild Dan­merkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildar­keppninni og mun á næsta tíma­bili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópu­keppni.

Síðasta tíma­bil var fyrsta tíma­bil liðsins undir stjórn Guð­mundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tíma­bil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undan­úr­slit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjöru­tíu og þrjú ár.

Var þá haft á orði að Guð­mundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfir­standandi tíma­bili hefur verið af­bragðs gott. Liðið horfir nú fram á úr­slita­keppni dönsku deildarinnar.

Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guð­mundur starfandi þjálfari ís­lenska lands­liðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verk­efnið í Dan­mörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guð­mundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli.

„Minn ferill hefur ein­kennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlut­verk að byggja upp lið,“ segir Guð­mundur í Besta sætinu, hlað­varpi Í­þrótta­deildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sér­staka hluti. Ég hef marg­oft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. 

Ég held að það sé ein stærsta á­stæðan fyrir því að for­ráða­menn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það á­fram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með lands­lið og fé­lags­lið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“

Guð­mundur hefur mikið dá­læti á slíkum verk­efnum. Þetta eru hins vegar ekki auð­veld verk­efni að taka að sér.

„Mér finnst þetta gríðar­lega skemmti­legt verk­efni. En auð­vitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bak­við þetta eru blóð, sviti og tár. And­vöku­nætur og svo fram­vegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ást­ríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntan­lega getuna. Þess vegna er þetta stór­skemmti­legt.“

Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:


Tengdar fréttir

Guð­­­­mundur segist bara hafa sagt sann­leikann

Eyja­maðurinn Arnór Viðars­son gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tíma­bil í danska hand­boltanum og mun þar leika undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Arnór segir sím­tal frá Guð­mundi hafa mikið að segja í hans á­kvörðun að ganga til liðs við fé­lagið. Guð­mundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sann­leikann um fé­lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×