Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. mars 2024 21:27 Benedikt Björgvinsson, sextána ára Stjörnumaður, vakti athygli á auglýsingu Origo á samfélagsmiðlinum X. Andri Snær sagði ábendinguna góða og að fyrirtækið hlyti að taka hana til sín. Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar. Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar.
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira