Óvíst hvort heiðin opni í dag og illfært um Tröllaskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 11:36 Hér má sjá útsýni vefmyndavélari Vegagerðarinnar til vesturs á Öxnadalsheiði klukkan hálf tólf í dag. Vegagerðin Hringvegurinn er lokaður um Öxnadalsheiði, sem og Möðrudal- og Mývatnsöræfi, og óvist hvort hægt verður að opna hann í dag. Vegir á Tröllaskaga eru opnir en illa færir, og því skiptir búnaður og reynsla ökumanna sem ætla að fara þar um öllu máli Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi. Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi.
Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23
Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21