Íslenski boltinn

Vals­mönnum spáð titlinum í Bestu-deild karla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Víkingar vann skjöldinn eftirsótta síðasta sumar og það verður verðugt verkefni að halda honum.
Víkingar vann skjöldinn eftirsótta síðasta sumar og það verður verðugt verkefni að halda honum. vísir/hulda margrét

Kynningarfundur Bestu-deildar karla stendur nú yfir og á fundinum var opinberuð spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna um það hvernig deildin færi.

Samkvæmt spánni mun Víkingur ekki verja titilinn sinn því Valsmönnum er spáð sigri að þessu sinni. Valur mætir til leiks með ógnarsterkt lið og bætt meðal annars við sig Gylfa Þór Sigurðssyni þannig að spáin kemur kannski ekki mikið á óvart.

Víkingum er spáð öðru sætinu og Blikar eru svo í þriðja sætinu.

Samkvæmt spánni munu HK og Vestra falla úr deildinni að þessu sinni.

Spá Bestu-deildar karla:

1. Valur

2. Víkingur

3. Breiðablik

4. Stjarnan

5. KR

6. FH

7. KA

8. Fram

9. ÍA

10. Fylkir

11. Vestri

12. HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×