„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 09:30 Stjarnan var heitasta lið Bestu deildar karla þegar síðasta tímabili lauk. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira