Rubiales handtekinn í tengslum við spillingarmálið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2024 12:01 Luis Rubiales var handtekinn í morgun. Marcos del Mazo/PA Images via Getty Images Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, var í morgun handtekinn á flugvellinum í Madríd. Rubiales er grunaður um að hafa þegið ólöglegar greiðslur er spænska knattspyrnusambandið gerði himinháann samning um að leikurinn um spænska ofurbikarinn færi fram í Sádi-Arabíu. Hann var því handtekinn á flugvellinum í Madríd við komu sína frá Dóminíska lýðveldinu. Saksóknarar á Spáni fara fram á að Rubiales verði dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, en Rubiales neitar öllum ásökunum á hendur sér. Húsleit var gerð á heimili Rubiales í lok síðasta mánaðar þegar hann var staddur í Dóminíska lýðveldinu. Þá var lögregluleit einnig framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum þann 20. mars síðastliðinn, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Þetta er ekki eina málið sem Rubiales á yfir höfði sér, en hann var á dögunum einnig ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári. Rubiales smellti óumbeðnum kossi á varir Jenni Hermoso, leikmanns spænska landsliðsins er liðið fagnaði glæstum sigri á HM í fyrra. Mál sem vakti mikla athygli á sínum tíma og í kjölfarið komu upp úr kófinu fleiri ásakanir á hendur Rubiales um óviðeigandi hegðun. Dómstólar á Spáni haft málið á sínu borði og hefur Rubiales nú verið ákærður í tveimur mismunandi liðum. Annar þeirra snýr að kynferðisbroti og hinn að stjórnandi hegðun hans í kjölfar hins óumbeðna koss. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira
Rubiales er grunaður um að hafa þegið ólöglegar greiðslur er spænska knattspyrnusambandið gerði himinháann samning um að leikurinn um spænska ofurbikarinn færi fram í Sádi-Arabíu. Hann var því handtekinn á flugvellinum í Madríd við komu sína frá Dóminíska lýðveldinu. Saksóknarar á Spáni fara fram á að Rubiales verði dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, en Rubiales neitar öllum ásökunum á hendur sér. Húsleit var gerð á heimili Rubiales í lok síðasta mánaðar þegar hann var staddur í Dóminíska lýðveldinu. Þá var lögregluleit einnig framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum þann 20. mars síðastliðinn, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Þetta er ekki eina málið sem Rubiales á yfir höfði sér, en hann var á dögunum einnig ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári. Rubiales smellti óumbeðnum kossi á varir Jenni Hermoso, leikmanns spænska landsliðsins er liðið fagnaði glæstum sigri á HM í fyrra. Mál sem vakti mikla athygli á sínum tíma og í kjölfarið komu upp úr kófinu fleiri ásakanir á hendur Rubiales um óviðeigandi hegðun. Dómstólar á Spáni haft málið á sínu borði og hefur Rubiales nú verið ákærður í tveimur mismunandi liðum. Annar þeirra snýr að kynferðisbroti og hinn að stjórnandi hegðun hans í kjölfar hins óumbeðna koss.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira