„Ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 11:30 Síðasta tímabil var langt og strangt hjá Breiðabliki. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir forsendur fyrir góðu gengi hjá Breiðabliki í Bestu deild karla í sumar. Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira