Hættir eftir sautján ára starf Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 14:22 Kristinn hóf störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Aðsend Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam. Frá þessu greinir í tilkynningu þar sem fram kemur að Kristinn hafi hafið störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Hann hafi í upphafi leitt umfangsmiklar umbreytingar á félaginu, meðal annars að færa höfuðstöðvar félagsins til Rotterdam í Hollandi. Í kjölfarið hafi fjárhagsskipan félagsins verið endurskipulögð og fjármálasviði samstæðunnar breytt til þess að styðja við vöxt og framtíðaráform Samskipa. Haft er eftir Kristni að tími hans hjá Samskipum hafi verið einstaklega gefandi. Hann sé fullur þakklætis fyrir tækifærin og reynsluna sem þessi sautján ár hafi fært sér. „Ég mun sakna allra þeirra góðu vina og kollega sem ég hef eignast og fengið að starfa með á þessum tíma. Samskip munu ávallt vera ofarlega í huga mínum og ég hlakka til að fylgjast með félaginu á komandi misserum, sér í lagi næstu umbreytingu Samskipa er snýr að umhverfis- og sjálfbærnismálum, en þar eru Samskip framarlega á sínu sviði. Ég óska Samskipum, vinum og kollegum alls hins besta,“ segir Kristinn. Þá er haft eftir Kari-Pekka Laaksonen, forstjóra Samskip Group, að það verði mikill missir af Kristni sem hafi verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu og umbreytingum á rekstri félagsins undanfarin sautján ár. „Við þökkum Kristni góð störf fyrir Samskip og óskum honum velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni.“ Fram kemur að frá 2007 hafi velta Samskipa samstæðunnar nær tvöfaldast í evrum talið og sé í dag um 800 milljónir evra. „Rúmlega 75% af heildarumfangi (veltu) Samskipa samstæðunnar er utan Íslands. Samskip eru með eigin dótturfélög í yfir 20 löndum og tæplega 80 fyrirtæki eru hluti af samstæðuuppgjöri Samskipa. Á þessum tíma hefur Kristinn komið að kaupum og á fjölda fyrirtækja, sem nú eru hluti af samstæðu Samskipa, svo sem Nor Lines, ECL, SeaConnect, og fleirum, sem og fjölda skipakaupa og fjármögnun þeirra,“ segir í tilkynningunni. Samskip hf. eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem starfrækir 46 skrifstofur í 24 löndum í fimm heimsálfum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 1.500 talsins. Vistaskipti Skipaflutningar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu þar sem fram kemur að Kristinn hafi hafið störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Hann hafi í upphafi leitt umfangsmiklar umbreytingar á félaginu, meðal annars að færa höfuðstöðvar félagsins til Rotterdam í Hollandi. Í kjölfarið hafi fjárhagsskipan félagsins verið endurskipulögð og fjármálasviði samstæðunnar breytt til þess að styðja við vöxt og framtíðaráform Samskipa. Haft er eftir Kristni að tími hans hjá Samskipum hafi verið einstaklega gefandi. Hann sé fullur þakklætis fyrir tækifærin og reynsluna sem þessi sautján ár hafi fært sér. „Ég mun sakna allra þeirra góðu vina og kollega sem ég hef eignast og fengið að starfa með á þessum tíma. Samskip munu ávallt vera ofarlega í huga mínum og ég hlakka til að fylgjast með félaginu á komandi misserum, sér í lagi næstu umbreytingu Samskipa er snýr að umhverfis- og sjálfbærnismálum, en þar eru Samskip framarlega á sínu sviði. Ég óska Samskipum, vinum og kollegum alls hins besta,“ segir Kristinn. Þá er haft eftir Kari-Pekka Laaksonen, forstjóra Samskip Group, að það verði mikill missir af Kristni sem hafi verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu og umbreytingum á rekstri félagsins undanfarin sautján ár. „Við þökkum Kristni góð störf fyrir Samskip og óskum honum velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni.“ Fram kemur að frá 2007 hafi velta Samskipa samstæðunnar nær tvöfaldast í evrum talið og sé í dag um 800 milljónir evra. „Rúmlega 75% af heildarumfangi (veltu) Samskipa samstæðunnar er utan Íslands. Samskip eru með eigin dótturfélög í yfir 20 löndum og tæplega 80 fyrirtæki eru hluti af samstæðuuppgjöri Samskipa. Á þessum tíma hefur Kristinn komið að kaupum og á fjölda fyrirtækja, sem nú eru hluti af samstæðu Samskipa, svo sem Nor Lines, ECL, SeaConnect, og fleirum, sem og fjölda skipakaupa og fjármögnun þeirra,“ segir í tilkynningunni. Samskip hf. eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem starfrækir 46 skrifstofur í 24 löndum í fimm heimsálfum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 1.500 talsins.
Vistaskipti Skipaflutningar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira